Skrifstofa Fljótsdalshrepps

Vegna fjarveru oddvita verður skrifstofan í Végarði lokuð frá og með miðvikudagi 10.október til mánudags 15. október. GSM oddvita er 847 0116 og varaoddvita 893  0105.

 

Tilkynning frá sóknarpresti

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir verður með viðtalstíma í Fljótsdal, fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 10-14, í Félagsheimilinu Végarður. Bóka má tíma eða bara líta við í Végarði í kaffisopa og spjall. Frekari uplýsingar og tímabókanir s: 662 3198, netfang: olof.snorradottir@kirkjan.is

Áætluð viðvera í vetur : 4. október, 1. nóvember, 6. desember, 10. janúar, 7. febrúar, 7. mars og 4. apríl.

Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Aðalskipulagsbreytingin felst í að skilgreind eru 4 ný efnistökusvæði í Fljótsdalshreppi vegna framkvæmda við Kröflulínu 3, efnistökusvæðin eru við eða í nágrenni við línuleiðina. Áætlað efnismagn úr námunum er frá 7.000- 30.000 m3. Kröflulína 3 er skilgreind í aðalskipulagi Fljótsdalshrepps. Þau svæði sem skipulagsbreytingin tekur til eru óbyggð og ofan 500m.y.s.

Lesa meira

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.
Í lagi