Fljótsdalshreppur

Íbúar Fljótsdalshrepps

Tilkynningar >>

ÍBÚAR FLJÓTSDALSHREPPS!

 

 

Sorpgámar:

 

Þar sem sorpgámar sem tímabundið eru staðsettir við Norðurdalsvegamót, til afnota fyrir íbúa hafa verið vel nýttir, hefur verið ákveðið að þeir verði í einhvern tíma áfram til staðar.

 

Einnig er komið kar sem íbúar geta losað rafgeyma í.

 

 

Flokkun heimilissorps í Fljótsdal.

 

Um næstu mánarmót okt/nóv hefst flokkun heimilissorps í Fljótsdal með því að starfsmenn Íslenska Gámafélagsins dreifa sorptunnum á heimilin. Einnig fær hvert heimili til afnota lítið flokkunarílát til notkunar innandyra, ásamt 1 rúllu af maíspokum fyrir lífrænt sorp.

 

5. – 6. nóvember verður í síðasta sinn tæmdar þær tunnur sem nú eru til staðar með óflokkuðu sorpi. Lífrænar sorptunnur (brún tunna) verða ekki tæmdar í fyrsta skipti fyrr en 7.-8 desember, en að öðru leyti verður sorphirðan samkvæmt sorphirðudagatali sem í íbúum er bent á að kynna sér og er hægt að sjá í sorphirðubæklingi sem barst á öll heimili s.l. sumar. Í bæklingnum er einnig að finna leiðbeiningar um flokkun.

 

Í nóvembermánuði er stefnt að fundi um sorphirðuna þar sem starfsmenn Íslenska Gámafélagsins veita upplýsingar til íbúa.

 

 

 

 

Oddviti Fljótsdalshrepps

 

 

Til Baka