Fljótsdalshreppur

Framkvæmdir við Jökulsár- og Hraunaveitu

Tilkynningar >>

Upplýsingar 10.09 2008, frá Sveini Þórarinssyni, staðarverkfræðingi við Hraunaveitu

1.     Jökulsárgöng voru endanlega tekin út í gær 9. sept. 2008 og    eru tilbúin til fyllingar og þrýstiprófunar sem hefjast 19. sept.

 

2.     Lónfylling í Ufsarlón mun hefjast á morgun 11. sept. með lokun á geiraloku í botnrás Ufsarstíflu. Gert er ráð fyrir að lónfylling taki um vikutíma. Undanfarna daga hefur rennsli í Jökulsá verið á bilinu 50-100 m3/sek. Sé miðað við meðaltal þess tæki um tvo sólahringa að fylla Ufsarlón, þannig að búast má við að rennsli Jökulsár verði skert um helming þá daga sem fyllingin fer fram.

3.     Kelduá verður væntanlega veitt um Kelduárgöng inní Ufsarlón um miðja næstu viku. Núv. rennsli í Kelduár í stíflustæði er milli 5-10 m3/sek, þannig að búast má við að rennsli Kelduár við vatnsmæli við Kiðafell muni minnka um ríflega helming.

4.     Í októberlok verður Grjótá væntanlega veitt um Grjótárgöng inn í Kelduálón. Síðustu daga hefur rennsli Grjótár verið innan við 5 m3/sek við Grjótárstíflu.

5.     Gert er ráð fyrir að hlé verði gert á vinnu á Hraunaveitusvæðinu  frá nóvemberlokum fram til vors.

 

Til Baka