Kynningarfundur og opnað fyrir umsóknir í Samfélagssjóð Fljótsdals

Næstkomandi fimmtudaginn 21. janúar munum við opna fyrir umsóknir í Samfélagssjóðinn í annað sinn frá stofnun hans. Að því tilefni er boðað til fundar í Végarði kl. 16:00 þann dag. Vegna samkomutakmarkana er mikilvægt að einstaklingar skrái sig á fundinn fyrir kl 10:00 fimmtudaginn 21. janúar á netfangið asdishelga@fljotsdalur.is eða í síma 4703810/8996172

Minnt er á að aðeins er leyfilegt er fyrir 20 manns að koma saman og viðhafa þarf sóttvarnir, þ.e. sótthreinsa hendur og bera grímu þegar ekki er hægt að tryggja 2 m.  Ef fjöldi skráðra fer yfir 20 munum við athuga með að senda fundinn út innan hópsins Fögur framtíð í Fljótsdal.

Dagskrá:

  • Signý Ormarsdóttir, formaður Samfélagssjóðs Fljótsdals. Úthlutunar- og matsreglur sjóðsins.
  • Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri sjóðsins. Umsóknareyðublað og áherslur árið 2021.
  • Ann-Marie Schlutz, frá Sauðagull kynnir fyrirtækið og hvernig styrkir hafa haft áhrif á uppbyggingu fyrirtækisins.

Munið að skrá ykkur tímanlega til fundar!

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok