Melarétt, laugardaginn 18. september

Á laugardaginn verður réttað í Melarétt. Byrjað verður að reka úr safnhólfi kl. 11:00 og byrjað að rétta kl. 12:00.

Fólk er beðið að búa sig vel og gjarnan rétta hjálparhönd ef það getur, halda sér annars til hlés þannig að allt gangi vel.

Þá þarf að gæta vel að eins metra reglunni eins og hægt er og þeim almennu sóttvörnum sem okkur eru orðin vel kunn.

Muna samt eftir að pestin er um þessar mundir meiri en áður á Austurlandi og því verðum við að gæta okkar. Ekki slaka á.

Nemendur 9. bekkjar Egilsstaðaskóla verða með til sölu veitingar, pylsur og kaffi.

Verið velkomin á svæðið.

 

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok