Hádegisverður fyrir íbúa í Végarði

Áhugi er fyrir því að prófa að bjóða íbúum upp á að kaupa hádegisverð í Végarði á fimmtudögum fram að áramótum og annað hvert mánudagskvöld.

Vigdís Helgadóttir á Brekku mun sjá um matseld í Végarði sem öllum íbúum gefst kost á að kaupa á kr 2000.-
Mikilvægt er að skrá sig í máltíðir í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudeginum áður, með því að merkja ,,Mæti" við viðburðinn á facebook (Fögur framtíð í Fljótsdal) eða hringja í Vigdísi í síma: 845 9918.
Einnig verður hægt að kaupa máltíðir annað hvert mánudagskvöld kl. 18:30 frá 30. september. Í tengslum við mánudagana þarf einnig að merkja við ,,Mæti“ í viðburðinn eða hafa samband við Vigdís fyrir hádegi á föstudegi.
Tekið er við seðlum á staðnum en einnig verður hægt að millifæra fyrir fram á kt. 640620-2500, reikn. 569-26-640620 (fyrirtæki Vigdísar og Guðna), senda kvittun á vigdis66@gmail.com.
Hlökkum til að sjá ykkur í Végarði.
 
Fimmtudaginn 30. september verða kótilettur í boði :)
 
Mynd fengin að láni af vefnum.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok