Þjónustumiðstöð við Hengifoss

Þann 2. nóvember 2021 var gengið frá lóðaleigusamningi milli Fljótsdalshrepps og landeigenda á Melum vegna uppbyggingar þjónustumiðstöðvar og bílastæðis fyrir ferðamenn á Hengifosssvæðið. Samningurinn tekur einnig til umferðarréttar innan þess deiliskipulagssvæðis er gildir um Hengifoss. Fjármögnun til þessarar uppbyggingar og stíga kemur að hluta frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Áætlað er að framkvæmdir muni hefjast fyrir áramót en fyrir liggur vinningstillaga að þjónustumiðstöð eftir Eirk Rönning Andersen siv.ark.MNAL og Sigríði Önnu Eggertsdóttur arkitekt FAÍ. sjá: https://vimeo.com/546478920
 
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins, frá vinstri við borðið Eyjólfur Yngvason og Þórdís Sveinsdóttir landeigendur Mela ásamt Jóhanni F. Þórhallssyni oddvita Fljótsdalshrepps. Fyrir aftan frá vinstri Helga Eyjólfsdóttir frá Melum ásamt fulltrúum sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps Lárusi Heiðarssyni, Gunnþórunni Ingólfsdóttur, Önnu Jónu Árnmarsdóttur, Eiríki Kjerúlf og Helga Gíslasyni sveitarstjóra.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok