Síðasti fundur núverandi sveitarstjórnar

Síðasti fundur sveitarstjórnar á þessu kjörtímabili var haldinn í Végarði 3. maí síðastliðinn.

Á þeim fundi kom fram að Eiríkur Kjerúlf hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í sveitarstjórn og að Gunnþórunn Ingólfsdóttir hafi einnig tilkynnti að hún gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í sveitarstjórn.  Þau þökkuðu fyrir samstarfið sem og aðrir sveitarstjórnarmenn fyrir síðustu 4 ár. Að loknum fundi var haldið í Klausturkaffi þar sem mynd var tekin af sveitarstjórn Fljótsdalshrepps 2018-2022 með Helga Gíslansyni sveitarstjóra. 

Mynd: Skúli Björn Gunnarsson

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok