Niðurstaða sveitarstjórnarkosningar í Fljótsdalshrepp

Í Fljótsdal fór fram óbundin kosning sem þýðir að kjósendur skrifa nöfn fimm aðalmanna og allt að fimm varamanna á blað. Allir íbúar eru í kjöri en hægt er að biðjast undan kjöri jafn lengi og fólk hefur setið.
Að þessu sinni kusu Gunnþórunn Ingólfsdóttir og Eiríkur Kjerúlf að nýta þann rétt til að hætta.

Anna Jóna Árnmarsdóttir og Urður Gunnarsdóttir urðu jafnar í fimmta sæti með 18 atkvæði hvor. Kjörstjórn fékk óháðan aðila til að draga á milli þeirra og þar varð Anna Jóna hlutskörpust með hlutkesti. Talning atkvæða tók óvenju langan tíma en afstemming við talninguna tók tíma, ekki þurfti að úrskurða um stór vafaatriði.  Á kjörskrá voru 85. 58 greiddu atkvæði á kjörstað en þrír utan hans. Alls kaus 61 kjósandi, kjörsókn því 71,76%.

Úrslit voru sem hér segir:

Aðalmenn
Jóhann Frímann Þórhallsson, 50 atkvæði
Lárus Heiðarsson, 35 atkvæði.
Kjartan Benediktsson, 32 atkvæði
Halla Auðunardóttir, 27 atkvæði
Anna Jóna Árnmarsdóttir, 18 atkvæði

Varamenn:
1. Urður Gunnarsdóttir, 18 atkvæði í 1. – 5. sæti.
2. Guðni Jónsson, 18 atkvæði í 1. - 7. Sæti.
3. Sólrún Júlía Hjartardóttir Kjerúlf, 18 atkvæði í 1. – 8. sæti.
4. Gunnar Gunnarsson, 17 atkvæði í 1. – 9. sæti
5. Þórhallur Jóhannsson, 18 atkvæði 1. – 10 . sæti

Ógildir seðlar: 1
Auðir seðlar: 2

 Skv. Upplýsingum frá Austurfréttum.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok