Ferðasumarið í Fljótsdal og kvöldgöngur

 Samfélagsverkefnið Fögur framtíð í Fljótsdal mun standa ásamt landeigendum á svæði Upphéraðsklasans, samstarfi ferðaþjónustuaðila í Fljótsdal og á Völlum, fyrir fimmtudagskvöldgöngum í sumar. Byrjað verður 23. júní á Mjóanesi, því næst farið um Víðivallaskóg 30. júní. Göngurnar hefjast kl. 19:30 og eru áætlaðar í um 1 1/2-2 tíma. Upplýsingar um göngurnar verða birtar á fésbókarsíðunni Fljótsdalur, Austurland. Öll velkomin en hafa þarf aðeins í huga að göngurnar eru miserfiðar. Í Fljótsdal eru líka aðgengilegar göngu- og hjólaleiðir. Við bendum því áhugasömum um að kíkja á heimasíðuna www.hengifoss.is sem miðlar upplýsingum um áhugaverða staði, afþreyingu, gisti- og veitingaþjónustu á svæðinu. Verið velkomin í Fljótsdalinn! 

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok