Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044 - Opið fyrir athugasemdir

Svæðisskipulagnefnd fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) hefur auglýst tillögu að svæðisskipulagi fyrir Austurland, þ.e. Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044, samkvæmt 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í svæðisskipulagstillögunni er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna í landshlutanum á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar með það að markmiði að Austurland verði æ betra til búsetu, atvinnu og ferðalaga. 

Svæðisskipulagsgögnin eru til sýnis á vef Austurbrúar og í samráðsgátt stjórnvalda. Athugasemdir þurfa að berast rafrænt í samráðsgátt stjórnvalda eða á netfangið svaedisskipulag@austurbru.is, eigi síðar en 20. ágúst 2022.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok