Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Aðalskipulagsbreytingin felst í að skilgreind eru 4 ný efnistökusvæði í Fljótsdalshreppi vegna framkvæmda við Kröflulínu 3, efnistökusvæðin eru við eða í nágrenni við línuleiðina. Áætlað efnismagn úr námunum er frá 7.000- 30.000 m3. Kröflulína 3 er skilgreind í aðalskipulagi Fljótsdalshrepps. Þau svæði sem skipulagsbreytingin tekur til eru óbyggð og ofan 500m.y.s.

 

Tillagan er kynnt á vinnslustigi. Tillagan sem  inniheldur umhverfisskýrslu verður aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshrepps www.fljotsdalur.is, einnig mun tillagan liggja frammi á skrifstofu Fljótsdalshrepps í Végarði, frá 1. október í til 15. október  nk. Kynningarfundur verður þann 8. október milli kl. 10 og 12  á skrifstofu Fljótsdalshrepps. Óskað er eftir að ábendingar berist Fljótsdalshreppi , eigi síðar en 15. október 2018.

Oddviti Fljótsdalshrepps

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok