Auglýsing um kjörfund

Auglýsing um kjörskrá og kjörfund í Fljótsdalshreppi, vegna Alþingiskosninga 25. september 2021.

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði, til kjördags. Kjörfundur stendur yfir í Végarði frá kl. 09:00-18:00. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 18:00.

Kjörstjórn Fljótsdalshrepps

Viðvera verkefnastjóra

Verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal verður í Végarði til skrafs og ráðagerða miðvikudaginn 29. september 2021.

Minnt er á Uppbyggingasjóð Austurlands sem nú er opinn fyrir umsóknir og aðilar sem hafa fengið styrk úr Samfélagssjóði hvattir til að ganga frá milli- og/eða lokaskýrslu til sjóðsins. 

Tæming rotþróa

 

Nú fer Hreinsitækni um Fljótsdalinn af sínum alkunna dugnaði og tæmir rotþrær á hverjum bæ. Byrjuðu í dag og gera ráð fyrir að klára verkið undir lok næstu viku.

Melarétt, laugardaginn 18. september

Á laugardaginn verður réttað í Melarétt. Byrjað verður að reka úr safnhólfi kl. 11:00 og byrjað að rétta kl. 12:00.

Fólk er beðið að búa sig vel og gjarnan rétta hjálparhönd ef það getur, halda sér annars til hlés þannig að allt gangi vel.

Þá þarf að gæta vel að eins metra reglunni eins og hægt er og þeim almennu sóttvörnum sem okkur eru orðin vel kunn.

Muna samt eftir að pestin er um þessar mundir meiri en áður á Austurlandi og því verðum við að gæta okkar. Ekki slaka á.

Nemendur 9. bekkjar Egilsstaðaskóla verða með til sölu veitingar, pylsur og kaffi.

Verið velkomin á svæðið.

 

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.