Samfélagsþing Snæfellsstofu, Skriðuklaustri helgina 13.-14. apríl

Hvernig eflum við byggð og samfélag í Fljótsdal og hvað skiptir okkur mestu máli , þegar við horfum til framtíðar ?

Þingið stendur yfir laugardag 13. apríl kl. 11:00-16:00 og sunnudag 14. apríl kl. 11:00 - 15:00. Til umræðu er allt það sem þátttakendur vilja ræða, staða og framtíð byggðar í Fljótsdalshreppi; atvinnumál, umhverfismál og málefni samfélagsins.  Hægt er að vera báða dagana, eða styttri tíma, eftir því sem hentar. Áhugasamir mega gjarnan merkja við sig á Facbook viðburði, en að öðru leyti þarf ekki að skrá þátttöku.

Veitingar í boði Fljótsdalshrepps- Með von um að sem flestir taki þátt.

Sveitarstjórnarfundur, Végarði 02.04 2019, kl. 13:30

Dagskrá

Skýrsla oddvita
Gistihús Fljótsdalshrepps, ráðstöfun lausamuna
Ársreikningur Fljótsdalshrepps 2018 , fyrri umræða
Fjallskilamálefni
Fundargerð fjallskilanefndar 26.03 2019
Endurskoðun fjallskilasamþykktar
Önnur mál
Íbúaþing 12-13. apríl, undirbúningur

Fundir Samfélagsnefndar 07.03-22.03 og 27.03 2019

Samningur við Austurbrú 2019
Styrkvegir 2019
Bréf
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 07.03 og 18.03 2019
Umhverfisstofnun dags. 13.03 2019
Ferðamálastofa dags. 13.03 2019
EBÍ Brunabót dags. 25.03 2019
Menntunarstyrkir

Kerstin König

Fjárbeiðnir

Krabbameinsfélag Íslands

Fundargerðir
Svæðisskipulagsnefnd SSA 11.02 2019
Aðalfundur Ársala bs 12,.03 2019
Kynningarfundur um Kröflulínu 3, 11.03 2019
Húsnefnd Végarðs 25.03 2019
Brunavarnir á Austurlandi 19.03 2019
Héraðsskjalasafn Austfirðinga 20.02 201
Önnur mál

Oddviti Fljótsdalshrepps

Gunnþórunn Ingólfsdóttir

Íbúar Fljótsdalshrepps

Verið er að losa út notaða  húsmuni í eigu Fljótsdalshrepps ,  sem verið hafa í gistihúsum við Végarð.

Munirnir verða fluttir yfir í Végarð og þangað geta íbúar komið,   skoðað og séð hvort þar er eitthvað sem þeir hefðu hug á að eignast sér að kostnaðarlausu.

Um er að ræða fataskápa, hillur, sófaborð, kommóður, eldhúsinnréttingar, stólar, sófar, svefnsófi og fleira .

Hægt er að skoða munina  ( og merkja sér  það sem áhugi er á )  í Végarði  sunnudag 31. mars á milli kl. 13 og 16 , mánudag 1.apríl  milli kl. 9 og 16 og þriðjudag 2. apríl kl. 9-12 . Utan þessa   skoðunartíma, er hægt að skoða munina, ef einhver er við í Végarði.

Mununum verður  ráðstafað til nýrra eigenda , að loknum skoðunartíma.

Oddviti Fljótsdalshrepps

 

 

                

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.
Í lagi