Boðað er til 60. fundar sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps

60. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 4. maí 2021, kl. 13:30.

Dagskrá:

 1. Ársreikningur Fljótsdalshrepps 2020 seinni umræða. Sigurður Álfgeir Sigurðsson
 2. Þjónustusamningur við Óbyggðasetur
 3. Samningur sveitarfélaga um breytingar á Skólaskrifstofu Austurlands
 4. Erindi um umhverfisstyrk á Egilsstöðum
 5. Fundargerðir:
  1. Almannavarna 15.3.2021
  2. Héraðsskjalasafns Austurlands 29.3.2021
  3. Héraðsskjalasafns Austurlands 8.4.2021
  4. Stjórn samtaka orkusveitarfélaga 15.4.2021
  5. Aðalfundur Minjasafns Austurlands 14.4.2021
 1. Ársreikningur Minjasafns Austurlands 2020
 2. Ársskýrsla Minjasafns Austurlands 2020
 3. Skýrsla sveitarstjóra
 4. Önnur mál:

 

Oddviti Fljótsdalshrepps

Jóhann F. Þórhallsson

 

Ný stjórn Búnaðarfélagsins

Mánudaginn 26. apríl var haldinn aðalfundur Búnaðarfélags Fljótsdalshrepps fyrir 2020 og 2021. Það ber helst til tíðinda að tveir nýjir félagar voru teknir inn, þeir Jónas Bragi Hallgrímsson og Þórhallur Jóhannsson. Ný stjórn var kjörin og skiptu þeir með sér verkum; Einar Sveinn Friðriksson formaður, Þorsteinn Pétursson ritari og Þorvarður Ingimarsson gjaldkeri.  Einnig var samþykkt eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Búnaðarfélags Fljótsdalshrepps, haldinn í Végarði, 26. apríl 2021, samþykkir ályktun sem beinir til sveitarstjórnar ósk um að aflað verði sérþekkingar til að meta virkjanakosti í sveitarfélaginu. Félagsmenn voru virkir í umræðunni og farið yfir ýmis mál ekki síst nýtt félagakerfi landbúnaðarins. Fráfarandi stjórn þakkað fyrir þeirra störf í þágu félagsins og nýskipaðri stjórn óskað velfarnaðar í störfum sínum.

Umhverfisdagar í Fljótsdal

Umhverfisdagar Fljótsdals – Viðburður verknámsnema

Við upphaf verknáms míns, við Austurbrú og Fagrar framtíðar í Fljótsdal, var lögð fram sú hugmynd að Svavar Knútur kæmi til okkar inn í Fljótsdal og myndi halda með okkur kvöldvöku, einnig myndi hann standa fyrir námskeiði ætlað börnum sem hefðu áhuga á kvæðum og/eða lagasmíðum. Því miður er staðan svo að fresta þurfi heimsókninni en hann kemur vonandi síðar.

Við þessar breytingar þurfti snarar hendur því verknámstíminn er takmarkaður. Ég hef haft sem hliðarverkefni að rýna umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins og var því tilvalið að stefna að einhverju því tengt. Úr varð hugmyndin Umhverfisdagar Fljótsdals.

Dagskrá:

 • 12. apríl  - Cittaslow kynning: Gréta Mjöll kynnti fyrir okkur Hæglætishreyfinguna Cittaslow, en Djúpivogur hefur verið hluti af hreyfingunni síðan 2013. Cittaslow hreyfingin hefur það markmið að auka lífsgæði og ánægju fólks og eru stefnumið Cittaslow til að ná því markmiði til dæmis, verndun náttúru og menningarminja, fegrun umhverfis, umhverfisgæði og stuðla að menningarlegri fjölbreytni og sérstöðu.
 • 17.-18. apríl - Njótum umhverfisins, sem aðra daga: Íbúar eru hvattir til að njóta umhverfisins til dæmis með góðum göngutúr og deila myndum af fallegu umhverfi Fljótsdals með til dæmis #fljotsdalur á Instagram eða inn á facebook síður fljótsdælinga. Á instagram má finna ótrúlega skemmtilegar myndir úr sveitarfélaginu frá heimamönnum og gestum. Íbúar eru einnig hvattir til að tilkynna það sem betur mætti fara á vefinn https://urbotaganga.is/baejarfelag/fljotsdalur/ eða hafa samaband við Ásdísi Helgu asdishelga@fljotsdalur.is / s: 470-3810
 • 21. apríl - Yggdrasill Carbon: Kynning á þróunarstarfi tengdum kolefnisfjármálum, minnkun losunar eða bindingu kolefnis. Verkefnið er unnið fyrir Yggdrasil Carbon sem hefur unnið í góðu samstarfi/samtali við til dæmis Skógræktina og Kolefnisbrúna.
 • 20.- 21. apríl - Plokkum Fljótsdal: Íbúar verða hvattir til að hreinsa nærumhverfi sitt og losa sig við rusl. Ekki er gert ráð fyrir að íbúar taki tvo heila daga í plokkun, dagarnir eru aðeins viðmið. Margt smátt gerir eitt stórt. Höldum við því góða orðspori sem fylgir dalnum. #plokkumfljotsdal.
 • 19.-24. apríl - Rýnihópar: Umhverfis- og loftslagsstefna verður rýnd af fulltrúm sveitarstjórnar og íbúa.

 

*Ítralegri upplýsingar um viðburði verða gefnar út á facebook síðunni Fögur framtíð í Fljótsdal.

 

Bestu kveðjur og þakkir fyrir frábærar móttökur í dalinn fagra.

Sylvía Helgadóttir

Opið er fyrir umsóknir um umhverfisstyrk Fljótsdalshrepps

Einstaklingar og félög sem eiga lögheimili í Fljótsdalshreppi geta fengið úthlutað umhverfisstyrk Fljótsdalshrepps. Jafnframt þurfa tilgreind félög að vera með starfsemi sína í sveitarfélaginu. Áskilið er að umsækjandi hafi átt lögheimili í sveitarfélaginu í minnst undangengna tólf mánuði samfleytt á móttökudegi umsóknar og lögheimilisfestan sé einnig til staðar og hafi verið óslitin þegar kemur að útgreiðslu umhverfisstyrks.

Sveitarstjórn er heimilt að veita umhverfisstyrk Fljótsdalshrepps til verkefna sem uppfylla eftirtalin skilyrði:

1. Framkvæmdir sem til þess eru fallnar að bæta umhverfismál innan sveitarfélagsmarka Fljótsdalshrepps.

2. Framkvæmdir sem eru til þess fallnar að draga úr orkunotkun, mengun, losun gróðurhúsalofttegunda og/eða er ætlað að bæta fyrir orkunotkun, mengun og/eða losun innan sveitarfélagsmarka Fljótsdalshrepps.

3. Framkvæmdir sem bæta ástand og útlit jarða og mannvirkja innan sveitarfélagsmarka Fljótsdalshrepps þ.m.t. vatns- og fráveitu viðkomandi eigna.

4. Framkvæmdir sem eru sambærilegar þeim sem taldar eru upp í töluliðum 1. – 3. 3. gr.

Finna má umsóknareyðublað undir Umsóknir/Eyðublöð á þessari heimasíðu. Umsóknafrestur er til loka apríl. 

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.