Byggðakjarni í Fljótsdal - Skoðunarferð

Kærar þakkir til allra þeirra sem tókuð þátt í fjarfundinum með Páli Líndal á miðvikudaginn þegar hann kynnti frumdrög að skipulagstillögum að byggðarkjarna í Fljótsdal. Okkur langar núna til að fara um þessi þrjú svæði – skoða, spá og spekulera.

Stefnt er að því að hittast fyrst á Skógarbalanum/Kirkjuhamrinum við Vallholt, kl. 10:00 laugardaginn 14. nóvember. Ágætt að leggja við túnvegi neðan undir eikunum. Síðan verður haldið að Hjarðarbóli og að lokum farið um Húsateig.

Allir hjartanlega velkomnir  – munið; góðir skór og hlýr fatnaður 😉

P.s. þið megið endilega láta alla áhugasama vita um þennan úti viðburð. Við minnum á 2 metra regluna og helstu sóttvarnarreglur.

Sjáumst!

Byggðakjarni í Fljótsdal

Hér fara í kynningu drög að skipulagi byggðakjarna í Fljótsdal miðað við staðsetningu á þremur mismunandi stöðum í Fljótsdalshrepp sem val stendur um. Stefnt er að því að halda kynningarfund í fjarfundi (zoom) næstkomandi miðvikudag kl 18:00 með TGJ Hönnun Ráðgjöf Rannsóknir. Þeir sem hafa áhuga á að vera með á kynningarfundinum eru beðnir að láta vita af sér með því að senda tölvupóst á asdishelga@fljotsdalur.is

Sjá drögin hér.

Sveitarstjórnarfundur boðað 3.11.20

51. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 3.11. 2020, kl. 13:30

Dagskrá:

 • Fundargerðir:
  • Ferðamálanefnd 22.10.2020
  • Fundargerð almannavarnanefndar 26.10.2020
  • Fundargerð Ársala 26.10.2020
  • Fundargerð Ársala 29.10.2020
  • Svæðisráð Austurssvæðis Vatnajökusþjóðgarðar 9.10.2020
  • Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélag 16.10.2020
  • Fundargerð húsnefndar 29.10.2020
  • Fundargerð samfélagsnefndar Fljótsdalshrepps 29.10.2020
 • Skólaskrifstofa Austurlands
  • Ársreikningar 2019
  • Fjárhagsáætlun 2021
  • Fundargerð framkvæmdastjórnar 28.10.2020
 • Fjárhagsáætlanir:
  • Fjárhagsáætlun Fljótsdalshrepps fyrri umræða
  • Fjárhagsáætlun til þriggja ára fyrri umræða.
 • Fjárbeiðnir:
  • Hörður Guðmundsson, atvinnuuppbygging.
  • UÍA
 • Umhverfisstyrkir
 • Skýrsla sveitarstjóra
 • Önnur mál

 

Oddviti Fljótsdalshrepps

Jóhann F. Þórhallsson

Sveitarstjórnarfundur boðaður 20.10.2020 kl 13:30

50. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 20.10. 2020, kl. 13:30

Dagskrá:

 • Fundargerðir:
  • Fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands
  • Aðalfundur Brunavarna á Austurlandi 24.09.2020 og ársskýrsla
  • Fundargerð almannavarnarnefndar 12.10.2020
  • Fundargerð byggingarnefndar 30.09.2020
  • Fundargerð samfélagsnefdar 1.10.2020
  • Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25.9.2020
  • Fundargerð Upphéraðsklasa 16.09.2020
 • Ársreikningar:
  • Ársreikningur orkusveitarfélaga 2019
  • Ársreikningur Laugargarða ehf. 2019
 • Hengifoss:
  • Skýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs um Hengifoss 2020
  • Uppgjör og lokaskýrsla við fullnaðarhönnun húss
  • Uppgjör og lokaskýrsla v. göngustígs.
 • Stofnsamningur Héraðsskjalasafns Austfirðinga-tillögur að breytingum
 • Félagsþjónustuíbúð Fljótsdalshrepps í Útgarði 7 Egilsstöðum-eingarhluti
 • Staðsetning kyndistöðvar við Végarð
 • Erindi Sauðagulls um notkun eldhúss í Végarði
 • Erindi SAM félagsins um samstarf við Fljótsdalshrepp
 • Tilnefning áheyrnarfulltrúi í stjórn SSA
 • Tillaga um stuðning við starfsemi Dyngju
 • Erindi Harðar Guðmundssonar um styrk til jarðarkaupa.

 

Oddviti Fljótsdalshrepps

Jóhann F. Þórhallsson

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.