Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps auglýsir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030, skv 1.mgr.36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting felst í að skilgreind eru 4 ný efnistökusvæði  vegna framkvæmda við Kröflulínu 3, efnistökusvæðin eru við eða í nágrenni við línuleiðina. Áætlað efnismagn úr námum er frá 7.000- 30.000 m3. Kröflulína 3 er skilgreind í aðalskipulagi Fljótsdalshrepps. Þau svæði sem skipulagsbreytingin tekur til eru óbyggð og ofan 500m.y.s.

Tillagan sem  inniheldur umhverfisskýrslu er  aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshrepps www.fljotsdalur.is, og liggur frammi á skrifstofu Fljótsdalshrepps í Végarði, og hjá Skipulagsstofnun,  frá og með miðvikudeginum 9. janúar  nk. til miðvikudagsins 20. febrúar 2019. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að að skila inn skriflegum athugasemdum. Athugasemdafrestur  rennur út þann 21. febrúar n.k.  Athugasemdir berist í tölvupósti  á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is, eða í bréfpósti til Fljótsdalshrepps , Végarði ,701 Egilsstaðir.

Oddviti Fljótsdalshrepps

Sveitarstjórnarfundur, Végarði 08.01 2018, kl. 13:30

 1. sveitarstjórnarfundur Fljótsdalshrepps, Végarði 08.01 2019, kl. 13:30

Dagskrá

 1. Skýrsla oddvita
 2. Hengifoss

Hönnun þjónustuhúss, minnisblað frá fundi starfshóps 18. 12 2018

 1. Gróðrarstöðin Barri ehf
 2. Samfélagsverkefni í Fljótsdal

Samantekt frá vinnusmiðju 10.12 2018

 1. Mál 5 sveitarfélaga gegn Jöfnunarsjóði og íslenska ríkinu

Samþykki Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi dóma Landsréttar til Hæstaréttar Íslands.

 1. Kjarasamningsumboð til Sambands íslenskra sveitarfélaga
 2. Minnisvarði við Bessastaðaá, gestur Kristín Atladóttir
 3. Bréf

Umhverfisstofnun dags. 14.12 2018

 1. Fjárbeiðnir
 1. SÁÁ
 2. SOS barnaþorp
 3. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi
 1. Menntunarstyrkir
 1. Þórhallur Jóhannsson , Brekkugerði
 2. Helga Eyjólfsdóttir, Melum
 1. Umhverfisstyrkir

Sveinn Ingimarsson , dags. 17.12 2018

 1. Fundargerðir
 1. Húsnefnd Végarðs 17.12 2018
 2. HAUST 13.12 2018
 3. Framhaldsaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 14.12 2018
 4. Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 14.12. 2018
 1. Önnur mál

Oddviti Fljótsdalshrepps

Gunnþórunn Ingólfsdóttir

Jólakveðja

Fljótsdalshreppur óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, góðs og farsæls komandi árs. Þakkar góð samskipti á árinu sem er að líða.

Jólavist

Hin árlega jólavist verður í Végarði , föstudagskvöldið 28. desember og hefst kl. 20:30

Allir velkomnir

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.
Í lagi