Verkefnisstjóri í verkefnið,, Fögur framtíð í Fljótsdal"

Verkefnisstjóri í verkefnið „Fögur framtíð í Fljótsdal“samstarfsverkefni Fljótsdalshrepps og Austurbrúar.

Austurbrú í samstarfi við Fljótsdalshrepp, auglýsir eftir verkefnisstjóra í verkefnið „Fögur framtíð í Fljótsdal“ en í því felst að fylgja eftir ákvörðunum samfélagsnefndar (verkefnastjórnar) til ársloka 2022 til eflingar byggðar og mannlífs í Fljótsdalshreppi.

Hæfniskröfur:

- Almenn menntun, sem nýtist í verkefninu. Háskólamenntun er æskileg.

- Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórnun.

- Góð almenn rit- og tölvufærni.

- Samstarfs- og samskiptafærni eru mikilvægir eiginleikar.

- Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg.

- Gott frumkvæði, jákvæðni og færni í sjálfstæðum vinnubrögðum.

- Þekking á staðháttum á Austurlandi er kostur.

Helstu verkefni :

- Fylgja eftir ákvörðunum samfélagsþinga og samfélagsnefndar.

- Hafa frumkvæði að og hvetja til nýrra verkefna í Fljótsdalshreppi.

- Styðja við og stuðla að nýsköpun og þróun í starfandi fyrirtækjum og

   stofnunum í Fljótsdalshreppi.

- Upplýsingamiðlun og skýrslugerð til íbúa og samstarfsaðila.

- Þátttaka í samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og aðsetur verkefnastjóra verður í Austurbrú á Egilsstöðum með reglulegri viðveru í Fljótsdal.  Unnið verður að mestu eftir vinnulagi sem þróað hefur verið undir verkefnaheitinu Brothættar byggðir og upplýsingar um það má finna á heimasíðu Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is).

Nánari upplýsingar veitir: Jóna Árný Þórðardóttir (jona@austurbru.is)

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið : anna@austurbru.is merkt: Fögur framtíð í Fljótsdal. Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2019.

Sveitarstjórnarfundur , Végarði 09.07 2019, kl. 13:00

Dagskrá:

1. Veggirðingar, fulltrúar Vegagerðar og Skógræktar mæta

2. Skýrsla oddvita

3. Samningur um eftirlit UST með framkvæmdum Landsnets  ,við Kröflulínu 3 .

4. Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í Fljótsdalshreppi, Fjarðabyggð, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshéraði og Sveitarfélaginu     Hornafirði

5. Búfjársamþykktir sveitarfélaga

6. Byggingargátt Mannvirkjastofnunar, aðgangur sveitarfélaga

7. Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Bára Stefánsdóttir forstöðumaður mætir á fundinn kl 15:00

Stjórnarfundargerð 03.06 2019, fjarhagsáætlun Minjasafnsins 2020, greinagerð með fjárhagsáætlun. Rekstrarframlög 2020, dæmi um úthlutun rekstrarframlaga

8. Bréf

AFL Starfsgreinafélag , dags. 02.07 2019

Fljótsdalshérað , breyting á aðalskipulagi ,  tölvupóstur dags. 24.06 2019

Skógræktin , júní 2019

9. Fjárbeiðnir

Reynir E. Kjerúlf, f.h. eigenda Vallholts

10. Umhverfisstyrkir

Lárus og Sigríður , Droplaugarstöðum

11. Fundargerðir

Brunavarnir á Héraði, 11.06  2019

HAUST,  25.06 2019

Byggingar-og skipulagsnefnd , 21.06 2019

Hengifosshópur 12.06 2019

Samfélagsnefnd 27.05 2019

SvAust 08.05 2019

12. Önnur mál

Oddviti Fljótsdalshrepps

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.
Í lagi