Sveitarstjórnarfundur, Végarði 05.02 2019, kl. 13:30

 1. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps 05.02 2019, Végarði , kl. 13:30

Dagskrá

 1. Landvarsla við Hengifoss og starfsemi Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsverðir Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs mæta til fundar.
 2. Gunnarsstofnun, Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður mætir á fundinn
 3. Skýrsla oddvita
 4. Gistihús við Végarð, drög að samningi um rekstur
 5. Samkomulag um afnot Fljótsdalshrepps af landi á Valþjófsstað 1
 6. Verkefnaráð Kröflulínu 3, tilnefning fulltrúa
 7. Fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2019, breyting á rekstrarframlögum
 8. Erindisbréf fyrir Samfélagsnefnd
 9. Bréf og erindi
 1. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum , dags. 27.11 2018
 2. Forsætisráðuneytið dags. 28.01 2019
 3. Atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið dags. 25.01 2019
 4. Samband íslenskra sveitarfélaga 29.01 2018
 5. Sýslumaðurinn á Austurlandi 28.01 2019, ósk um umsögn vegna tækifærisleyfis.
 6. Íbúðalánasjóður , ódags.
 1. Fjárbeiðnir
 1. Leikfélag ME
 2. Hrafnkell Lárusson
 3. Landgræðsla ríkisins
 1. Umhverfisstyrksumsóknir
 1. Svanur Sigurðsson, Klúku
 2. Bjarki Jónsson, Víðivöllum ytri 1
 1. Fundargerðir
 1. CINE-Íslandshluti 16.01 2019
 2. Fjarfundur starfshóps um þjónustubyggingu við Hengifoss 23.01 2019
 3. Samfélagsnefnd 29.01 2019
 4. Upphéraðsklasi 31.01 2019
 1. Önnur mál

Oddviti Fljótdalshrepps

Gunnþórunn Ingólfsdóttir

Uppbyggingarsjóður Austurlands 2019

6 verkefni í Fljótsdal , fengu úthlutað styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Austurlands 2019.

Ann-Marie Gisela Sclutz. Sauðagull,  kr. 2.150.000,-

Sporaslóð ehf. Matarleikhús,  kr. 1.000.000,-

Sporaslóð ehf. Lifandi miðlun á sagnabrunni óbyggðanna,  kr. 700.000,-

Gunnarsstofnun.  Afþreying og matarmenning á Upphéraði,  kr. 300.000,-

Gunnarsstofnun.  Rithöfundalest um Austurland, kr. 300.000,-

Gunnarsstofnun. Þar liggur hundurinn grafinn- málþing, kr. 200.000,-

Alls var úthlutað 61 styrkjum að upphæð  60,3  milljónum króna og var að þessu sinni sérstklega kallað eftir verkefnum sem tengdust mataruppbyggingu og matarmenningu.

Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps auglýsir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030, skv 1.mgr.36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting felst í að skilgreind eru 4 ný efnistökusvæði  vegna framkvæmda við Kröflulínu 3, efnistökusvæðin eru við eða í nágrenni við línuleiðina. Áætlað efnismagn úr námum er frá 7.000- 30.000 m3. Kröflulína 3 er skilgreind í aðalskipulagi Fljótsdalshrepps. Þau svæði sem skipulagsbreytingin tekur til eru óbyggð og ofan 500m.y.s.

Tillagan sem  inniheldur umhverfisskýrslu er  aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshrepps www.fljotsdalur.is, og liggur frammi á skrifstofu Fljótsdalshrepps í Végarði, og hjá Skipulagsstofnun,  frá og með miðvikudeginum 9. janúar  nk. til miðvikudagsins 20. febrúar 2019. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að að skila inn skriflegum athugasemdum. Athugasemdafrestur  rennur út þann 21. febrúar n.k.  Athugasemdir berist í tölvupósti  á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is, eða í bréfpósti til Fljótsdalshrepps , Végarði ,701 Egilsstaðir.

Oddviti Fljótsdalshrepps

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.
Í lagi