Verkefnisstjóri í verkefnið,, Fögur framtíð í Fljótsdal"

Verkefnisstjóri í verkefnið „Fögur framtíð í Fljótsdal“samstarfsverkefni Fljótsdalshrepps og Austurbrúar.

Austurbrú í samstarfi við Fljótsdalshrepp, auglýsir eftir verkefnisstjóra í verkefnið „Fögur framtíð í Fljótsdal“ en í því felst að fylgja eftir ákvörðunum samfélagsnefndar (verkefnastjórnar) til ársloka 2022 til eflingar byggðar og mannlífs í Fljótsdalshreppi.

Hæfniskröfur:

- Almenn menntun, sem nýtist í verkefninu. Háskólamenntun er æskileg.

- Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórnun.

- Góð almenn rit- og tölvufærni.

- Samstarfs- og samskiptafærni eru mikilvægir eiginleikar.

- Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg.

- Gott frumkvæði, jákvæðni og færni í sjálfstæðum vinnubrögðum.

- Þekking á staðháttum á Austurlandi er kostur.

Helstu verkefni :

- Fylgja eftir ákvörðunum samfélagsþinga og samfélagsnefndar.

- Hafa frumkvæði að og hvetja til nýrra verkefna í Fljótsdalshreppi.

- Styðja við og stuðla að nýsköpun og þróun í starfandi fyrirtækjum og

   stofnunum í Fljótsdalshreppi.

- Upplýsingamiðlun og skýrslugerð til íbúa og samstarfsaðila.

- Þátttaka í samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og aðsetur verkefnastjóra verður í Austurbrú á Egilsstöðum með reglulegri viðveru í Fljótsdal.  Unnið verður að mestu eftir vinnulagi sem þróað hefur verið undir verkefnaheitinu Brothættar byggðir og upplýsingar um það má finna á heimasíðu Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is).

Nánari upplýsingar veitir: Jóna Árný Þórðardóttir (jona@austurbru.is)

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið : anna@austurbru.is merkt: Fögur framtíð í Fljótsdal. Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2019.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.