Verkefna-og rannsóknarsjóður, auglýst eftir umsóknum úr sjóðnum 2019

Verkefna-og rannsóknasjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans auglýsir eftir  umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2019.

Veittir verða tveir aðalstyrkir  kr. 300.000,- og ef stjórn ákveður svo , verður einnig veittur einn verkefnastyrkur kr. 100.000,-. Sjóðsstjórn getur ákveðið þegar umsóknir liggja fyrir að eingöngu verði veittir styrkir til aðalverkefna ársins og hækka þá þær styrkupphæðir í kr. 350.000.

Heimilt er að fella úthlutun ársins niður telji sjóðsstjórn engar umsóknir hæfar.

Úthlutað  er til verkefna sem tengjast  Fljótsdalshreppi, eða verkefna sem sjóðsstjórn telur að nýtast muni sveitarfélaginu. Háskólanemar  með  lögheimili í Fljótsdalshreppi, sem sækja um fyrir  verkefni sem metin eru hæf af sjóðsstjórn, hafa forgang umfram aðra umsækjendur.

Umsóknum skal skila til skrifstofu Fljótsdalshrepps, Végarði, 701 Egilsstaðir, eigi síðar en mánudaginn 23. september  2019, eða á netfangið  fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is.  Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðunni, hér

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.