Fréttatilkynning

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 16. mars sl. að ráða sveitarstjóra til starfa frá 1. júní 2020 að telja  út yfirstandandi kjörtímabil.   

Jafnframt var samþykkt samhljóða á fundinum að fráfarandi oddviti verði áfram í starfi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins fram til þess tíma.

Auglýst verður eftir umsóknum um starf sveitarstjóra Fljótsdalshrepps á vef Austurfréttar, Dagskránni, Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og á vefsíðu sveitarfélagsins www.fljotsdalur.is

Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra er til og með 8. apríl 2020.  

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.