Fögur framtíð í Fljótsdal, tilkynning frá verkefnisstjóra

Ákveðið hefur verið í samráði við Austurbrú að starfsmaður verkefnisins Fögur framtíð í Fljótsdal verði ekki með viðveru í Végarði á fimmtudögum á meðan samgöngubannið er í gildi. Starfsstöðvar Austurbrúar eru lokaðar en allir starfsmenn Austurbrúar ásamt verkefnastjóra eru í vinnu og sinna henni frá heimili eða sinni aðalsstarfsstöð. Viðkomandi er með símann og fylgist með netpósti og því er um að gera að nýta sér það ef eitthvað er, sími 4703800/4703810/8996172 – asdis@austurbru.is
Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.