Vinnustofur í tengslum við umsóknir í Samfélagssjóð

Hlutverk Samfélagssjóðs er að veita fjárhagslegan stuðning til nýsköpunar, menningar og atvinnuskapandi verkefna í Fljótsdal. Umsóknafrestur er til 30. apríl 2020.

Einstaklingar, félög og lögaðilar geta sótt um í sjóðinn óháð búsetu.

Boðið verður upp á vinnustofu með verkefnastjóra Fagrar framtíðar í Fljótsdal á eftirfarandi stöðum:

Á Egilsstöðum, þriðjudaginn 21. apríl milli kl 13:00-15:30

Í Végarði, miðvikudaginn 22. apríl milli kl 12:30-15:30

Þeir sem vilja nýta sér þetta þurfa að bóka tíma fyrirfram þannig að hægt sé að skipuleggja fyrirkomulagið í samræmi við viðmiðunarreglur v/Covid-19.

Hafa skal samband í síma 4708310 eða um asdis@austurbru.is

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.