Göngur og réttir á Covid-19 tímum

Nú þegar líður að göngum og réttum, er rétt að koma á framfæri leiðbeiningum til að draga úr hættu á COVID-19 smiti á þeim vettvangi. Sjá hér. Við minnum á að hver og einn ber ábyrgð á eigin athöfnum og að ,,Við erum öll almannavarnir". Hvatt er til þess að allir hlaði niður smitrakningarappi almannavarna, passi upp á handþvott og/eða noti handspritt (hafi það meðferðis), að hósta og hnerra í olnbogabót, halda fjarlægð milli fólks (2 m) sem og í fjallaskálum (1 m) og aðeins þeir sem hafa hlutverki að gegna mæti í göngur og réttir. Fjöldatakmörkun miðast við 100 manns. Börn fædd 2005 eða síðar undanskilin fjöldatakmörkun. Förum varlega!
Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.