Góðir gestir í heimsókn

Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs og Ragnar Ásmundsson verkefnastjóri Orkusjóðs og orkuverkefna komu í heimsókn um daginn, m.a. til að líta á viðarkyndinguna við Végarð. Kyndingin er komin í gagnið og er nú húsnæðið kynt upp með skógarafurðum. Á myndinni má sjá Sigurð Inga með Herði Guðmundssyni (t.h.) við viðarperlusekkina sem nýttar eru sem orkugjafi. Kyndistöðin sést við skógarjaðarinn þar á bakvið. Orkusjóður veitti fjárhagslegan stuðning til að koma kyndingunni upp. Fulltrúum sjóðsins eru færðar góðar þakkir fyrir framlagið. 

Myndina tók Ragnar Ásmundsson.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.