Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Auglýsing:  Fljótsdalshreppur 6. apríl 2021

Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Efnistökusvæði við Grjótá

 

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi sínum 2. mars 2021 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Breytingin felst í því að skilgreint er nýtt efnistökusvæði við Grjótá vegna áforma um lagfæringu á vegslóðum að veitumannvirkjum Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar.  Í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem óbyggt svæði. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags 6. apríl 2021 í mkv. 1:30.000.

 Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Fljótsdalshrepps.

f.h. sveitarstjórnar Fljótdalshrepps
Sveinn Þórarinsson, skipulagsfulltrúi

.

 

 

 

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.