Ný stjórn Búnaðarfélagsins

Mánudaginn 26. apríl var haldinn aðalfundur Búnaðarfélags Fljótsdalshrepps fyrir 2020 og 2021. Það ber helst til tíðinda að tveir nýjir félagar voru teknir inn, þeir Jónas Bragi Hallgrímsson og Þórhallur Jóhannsson. Ný stjórn var kjörin og skiptu þeir með sér verkum; Einar Sveinn Friðriksson formaður, Þorsteinn Pétursson ritari og Þorvarður Ingimarsson gjaldkeri.  Einnig var samþykkt eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Búnaðarfélags Fljótsdalshrepps, haldinn í Végarði, 26. apríl 2021, samþykkir ályktun sem beinir til sveitarstjórnar ósk um að aflað verði sérþekkingar til að meta virkjanakosti í sveitarfélaginu. Félagsmenn voru virkir í umræðunni og farið yfir ýmis mál ekki síst nýtt félagakerfi landbúnaðarins. Fráfarandi stjórn þakkað fyrir þeirra störf í þágu félagsins og nýskipaðri stjórn óskað velfarnaðar í störfum sínum.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.