Göngutúrar á fimmtudagskvöldum

Göngutúrar undir fararstjórn heimamanna hafa verið í gangi flest fimmtudagskvöld í sumar. Næstkomandi fimmtudagskvöld 5. ágúst verður gengið um Hóla á Hallormsstað í fararstjórn Bergrúnar Örnu Þorsteinsdóttur.  Þann 19 ágúst verður farið um Brekkugerðishús undir leiðsögn Urðar Gunnarssdóttur og Helga Gíslasonar og að lokum þann 26. ágúst skoðaðir fossarnir í Sellæk á Hallormsstað í fararstjórn Þórs Þorfinnssonar. Allir velkomnir en huga skal að persónulegum sóttvörnum. 

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.