Melarétt, laugardaginn 18. september

Á laugardaginn verður réttað í Melarétt. Byrjað verður að reka úr safnhólfi kl. 11:00 og byrjað að rétta kl. 12:00.

Fólk er beðið að búa sig vel og gjarnan rétta hjálparhönd ef það getur, halda sér annars til hlés þannig að allt gangi vel.

Þá þarf að gæta vel að eins metra reglunni eins og hægt er og þeim almennu sóttvörnum sem okkur eru orðin vel kunn.

Muna samt eftir að pestin er um þessar mundir meiri en áður á Austurlandi og því verðum við að gæta okkar. Ekki slaka á.

Nemendur 9. bekkjar Egilsstaðaskóla verða með til sölu veitingar, pylsur og kaffi.

Verið velkomin á svæðið.

 

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.