Hádegisverður fyrir íbúa í Végarði

Áhugi er fyrir því að prófa að bjóða íbúum upp á að kaupa hádegisverð í Végarði á fimmtudögum fram að áramótum og annað hvert mánudagskvöld.

Vigdís Helgadóttir á Brekku mun sjá um matseld í Végarði sem öllum íbúum gefst kost á að kaupa á kr 2000.-
Mikilvægt er að skrá sig í máltíðir í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudeginum áður, með því að merkja ,,Mæti" við viðburðinn á facebook (Fögur framtíð í Fljótsdal) eða hringja í Vigdísi í síma: 845 9918.
Einnig verður hægt að kaupa máltíðir annað hvert mánudagskvöld kl. 18:30 frá 30. september. Í tengslum við mánudagana þarf einnig að merkja við ,,Mæti“ í viðburðinn eða hafa samband við Vigdís fyrir hádegi á föstudegi.
Tekið er við seðlum á staðnum en einnig verður hægt að millifæra fyrir fram á kt. 640620-2500, reikn. 569-26-640620 (fyrirtæki Vigdísar og Guðna), senda kvittun á vigdis66@gmail.com.
Hlökkum til að sjá ykkur í Végarði.
 
Fimmtudaginn 30. september verða kótilettur í boði :)
 
Mynd fengin að láni af vefnum.
Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.