Samfélagsþing Fljótsdals 30. október 2021

Nú er komið að Samfélagsþingi Fljótsdals þar sem við förum yfir verkefnin sem hafa verið sett fram og skoðum stöðu þeirra, um leið og við hugleiðum hvaða verkefni við viljum leggja áherslu á á árinu 2022.
 
Þingið fer fram í Végarði laugardaginn 30. október kl. 10:00-13:00. Allir sem bera hag Fljótsdals fyrir brjósti velkomnir.
 
Ég hvet því alla til að spyrja sig:
Hvað vil ég sjá að gert sé og með hvaða hætti get ég lagt því lið, mitt félag eða fyrirtæki?
Skráið endilega mætingu þannig að hægt sé að skipuleggja betur viðburðinn og veitingarnar 
 
Verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal
Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.