Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps auglýsir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030, skv 1.mgr.36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting felst í að skilgreind eru 4 ný efnistökusvæði  vegna framkvæmda við Kröflulínu 3, efnistökusvæðin eru við eða í nágrenni við línuleiðina. Áætlað efnismagn úr námum er frá 7.000- 30.000 m3. Kröflulína 3 er skilgreind í aðalskipulagi Fljótsdalshrepps. Þau svæði sem skipulagsbreytingin tekur til eru óbyggð og ofan 500m.y.s.

Tillagan sem  inniheldur umhverfisskýrslu er  aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshrepps www.fljotsdalur.is, og liggur frammi á skrifstofu Fljótsdalshrepps í Végarði, og hjá Skipulagsstofnun,  frá og með miðvikudeginum 9. janúar  nk. til miðvikudagsins 20. febrúar 2019. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að að skila inn skriflegum athugasemdum. Athugasemdafrestur  rennur út þann 21. febrúar n.k.  Athugasemdir berist í tölvupósti  á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is, eða í bréfpósti til Fljótsdalshrepps , Végarði ,701 Egilsstaðir.

Oddviti Fljótsdalshrepps

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.
Í lagi