Kynningarfundir

Þjóðgarður á miðhálendinu

Kynningarfundur þverpólitískrar nefndar

 Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu boðar til opins fundar um vinnu nefndarinnar.

Á fundinum verður farið yfir verkefni nefndarinnar fram til þessa, ásamt því að ræða lokaskrefin í vinnu hennar.

Nefndin mun skila lokaskýrslu með tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra í september næstkomandi.                                                                                                                                                                               Fundurinn er öllum opinn og fer fram í Nýheimum á Höfn 21. ágúst næstkomandi.

         Fundurinn hefst kl. 20:00 og áætlað er að honum ljúki um 21:30.

 

Þann 22. ágúst næstkomandi stendur heilbrigðisráðherra fyrir opnum kynningarfundi um heilbrigðisstefnuna í heilbrigðisumdæmi Austurlands í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Fundurinn verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum og stendur frá kl. 17.00 – 19.00.

Á fundinum verður fjallað um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins.

Dagskrá fundarins:

  • Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - Kynning á heilbrigðisstefnu
  • Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands – Sýn forstjóra
  • María Heimisdóttir forstjóri SÍ - Áhrif heilbrigðisstefnu á hlutverk og starfsemi SÍ
  • Pallborð: Auk frummælenda taka þátt í pallborðsumræðum þau Elsa B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfirði.

Fundarstjóri er Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs

Streymt verður frá fundinum á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands https://www.hsa.is/

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.Heilbrigðisstefna

 

Sveitarstjórnarfundur , Végarði 06.08 2019,kl 13:30

27. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 06.08 2019, kl. 13:30

Dagskrá:

1. Miðhálendisþjóðgarður, umsögn Fljótsdalshrepps um textadrög þverpólitískrar nefndar

2. Drög að uppfærðri samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Fjarðabyggð, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshéraði og Sveitarfélaginu Hornafirði

3. Aðalfundur SSA 2019, kosning 1 fulltrúa Fljótsdalshrepps og 1 varafulltrúa

4. Skólaakstur

5. Tillaga fjallskilanefndar kauptaxta vegna fjallskila

6. Bréf

a) Vegagerðin dags. 15.07 2019

b) Umhverfisstofnun dags. 12.07 2019

c) Örnefnanefnd 26.06 2019

d) Samband íslenskra sveitarfélaga dags 11.06 2019

7. Fjárbeiðnir

a) Tour de Ormurinn 2019

b) Ísland 2020

8. Fundargerðir

a) Ferðamálanefnd 18.07 2019

b) Brunavarnir á Austurlandi 09.07 og 16.07 2019

c) Almannavarnarnefnd 31.05 2019

d) Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Austurlandi 31.05 2019

9. Skýrsla oddvita

10. Önnur mál

Oddviti Fljótsdalshrepps / Gunnþórunn Ingólfsdóttir

Verkefnisstjóri í verkefnið,, Fögur framtíð í Fljótsdal"

Verkefnisstjóri í verkefnið „Fögur framtíð í Fljótsdal“samstarfsverkefni Fljótsdalshrepps og Austurbrúar.

Austurbrú í samstarfi við Fljótsdalshrepp, auglýsir eftir verkefnisstjóra í verkefnið „Fögur framtíð í Fljótsdal“ en í því felst að fylgja eftir ákvörðunum samfélagsnefndar (verkefnastjórnar) til ársloka 2022 til eflingar byggðar og mannlífs í Fljótsdalshreppi.

Hæfniskröfur:

- Almenn menntun, sem nýtist í verkefninu. Háskólamenntun er æskileg.

- Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórnun.

- Góð almenn rit- og tölvufærni.

- Samstarfs- og samskiptafærni eru mikilvægir eiginleikar.

- Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg.

- Gott frumkvæði, jákvæðni og færni í sjálfstæðum vinnubrögðum.

- Þekking á staðháttum á Austurlandi er kostur.

Helstu verkefni :

- Fylgja eftir ákvörðunum samfélagsþinga og samfélagsnefndar.

- Hafa frumkvæði að og hvetja til nýrra verkefna í Fljótsdalshreppi.

- Styðja við og stuðla að nýsköpun og þróun í starfandi fyrirtækjum og

   stofnunum í Fljótsdalshreppi.

- Upplýsingamiðlun og skýrslugerð til íbúa og samstarfsaðila.

- Þátttaka í samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og aðsetur verkefnastjóra verður í Austurbrú á Egilsstöðum með reglulegri viðveru í Fljótsdal.  Unnið verður að mestu eftir vinnulagi sem þróað hefur verið undir verkefnaheitinu Brothættar byggðir og upplýsingar um það má finna á heimasíðu Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is).

Nánari upplýsingar veitir: Jóna Árný Þórðardóttir (jona@austurbru.is)

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið : anna@austurbru.is merkt: Fögur framtíð í Fljótsdal. Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2019.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.
Í lagi