Fögur framtíð í Fljótsdal, tilkynning frá verkefnisstjóra

Ákveðið hefur verið í samráði við Austurbrú að starfsmaður verkefnisins Fögur framtíð í Fljótsdal verði ekki með viðveru í Végarði á fimmtudögum á meðan samgöngubannið er í gildi. Starfsstöðvar Austurbrúar eru lokaðar en allir starfsmenn Austurbrúar ásamt verkefnastjóra eru í vinnu og sinna henni frá heimili eða sinni aðalsstarfsstöð. Viðkomandi er með símann og fylgist með netpósti og því er um að gera að nýta sér það ef eitthvað er, sími 4703800/4703810/8996172 – asdis@austurbru.is

Starf sveitarstjóra í Fljótsdalshreppi er laust til umsóknar

Starf sveitarstjóra í Fljótsdalshreppi er laust til umsóknar.  Um er að ræða fullt starf með starfsstöð á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði. Ráðningartímabil er frá og með 1. júní 2020 út yfirstandandi kjörtímabil sveitarstjórnar sem lýkur um mitt ár 2022.

Starfssvið:

 • Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar.
 • Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins.
 • Samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar.
 • Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki, íbúa.
 • Að gæta hagsmuna sveitarfélagsins út á við, vera talsmaður sveitarstjórnar og vinna að framfaramálum.
 • Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í helstu málaflokkum.

Æskileg hæfni og menntun:

 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Leiðtogahæfni , frumkvæði og hugmyndaauðgi.
 • Hæfni til að tjá sig í ræði og riti.
 • Áhugi á uppbyggingu samrélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri.
 • Reynsla af sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu.
 • Menntun sem nýtist í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2020 (umsóknir póstlagðar í síðasta lagi þann dag). Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf um þau atriði sem talin eru upp hér að framan  um æskilega hæfni og menntun.  

Umsóknir skulu sendar bréflega og merktar þannig:       

Fljótsdalshreppur, b.t. oddvita – mál 10, Végarði, 701 Egilsstöðum.

Upplýsingar um Fljótsdalshrepp  má finna á vefsíðunni www.fljotsdalur.is.

Frekari upplýsingar um starfið og sveitarfélagið veitir:   

Jóhann F. Þórhallsson oddviti, tölvupóstfang brekkugerdi@fljotsdalur.is  / símanúmer 864-9080.

 

Frá Almannavarnarnefnd Austurlands

„Almannavarnanefnd Austurlands sér ástæðu til að lýsa ánægju með viðbrögð íbúa við leiðbeiningum vegna COVID-19 veirunnar og þeirra ráðstafana sem stjórnvöld hafa gripið til. Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök hafa auk þess unnið að smíði verklags er miðar að smitvörnum gagnvart eigin starfsmönnum og viðskiptavinum og er afar mikilvægt í þeim áskorunum sem framundan eru.

Staðan á Austurlandi hefur verið að breytast mikið síðustu daga, en sex tugir einstaklinga eru í sóttkví þegar þetta er ritað. Vitað er að ca. 50% nýgreindra tilvika á Íslandi koma nú fram í hópi þeirra sem eru í sóttkví og því er enn mikilvægara en áður að fylgja leiðbeiningum stjórnvalda í hvívetna og það áréttað hér;  https://www.covid.is/

F.h. Almannavarnanefndar Austurlands

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn

Pétur Heimisson framkvæmdastjóri lækninga, HSA“

----

Fréttatilkynning

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 16. mars sl. að ráða sveitarstjóra til starfa frá 1. júní 2020 að telja  út yfirstandandi kjörtímabil.   

Jafnframt var samþykkt samhljóða á fundinum að fráfarandi oddviti verði áfram í starfi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins fram til þess tíma.

Auglýst verður eftir umsóknum um starf sveitarstjóra Fljótsdalshrepps á vef Austurfréttar, Dagskránni, Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og á vefsíðu sveitarfélagsins www.fljotsdalur.is

Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra er til og með 8. apríl 2020.  

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.