Göngutúrar á fimmtudagskvöldum

Göngutúrar undir fararstjórn heimamanna hafa verið í gangi flest fimmtudagskvöld í sumar. Næstkomandi fimmtudagskvöld 5. ágúst verður gengið um Hóla á Hallormsstað í fararstjórn Bergrúnar Örnu Þorsteinsdóttur.  Þann 19 ágúst verður farið um Brekkugerðishús undir leiðsögn Urðar Gunnarssdóttur og Helga Gíslasonar og að lokum þann 26. ágúst skoðaðir fossarnir í Sellæk á Hallormsstað í fararstjórn Þórs Þorfinnssonar. Allir velkomnir en huga skal að persónulegum sóttvörnum. 

Lokun skrifstofu

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð frá 22. júlí til 3. ágúst 2021.

Ef erindið er aðkallandi má að hafa samband við oddvita í síma: 864 9080.

Verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal verður ekki með viðveru í Végarði fimmtudaganna 22. og 29. júlí en hægt er að hafa samband í síma 899 6172.

 

Hengifoss - gönguleiðin opin.

Í vor féll grjót niður á stíginn að hengifossi svo loka þurfti gönguleiðinni. Nú er búið að skoða og taka út aðstæður. Grjót er á leiðinni en búið er að opna gönguleiðina. Fólk er hvatt til að fara varlega og fylgja leiðbeiningum. Mikilvægt er að halda sig á merktum og afmörkuðum stígum. Bent er á að landverðir Vatnajökulþjóðgarðs í Snæfellsstofu bjóða upp á fría leiðsögn upp að fossi kl. 10:00-11:00 alla virka daga í júní og júlí.

Boðað er til 63. fundar sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps

 

63. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 29.6. 2021, kl. 13:30

Dagskrá:

 1. Vatnstjón í starfsmannahúsi Laugarfelli
 2. Samsetning starfa í Fljótsdal
 3. Fundargerðir
  1. Stjórn Héraðsskjalsafns Austfirðinga 20.5.2021
  2. Samfélagsnefnd 10.6.2021
  3. Stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga 6.2021
 4. Samingur við Vatnajökusþjóðgarð um Hengifoss
 5. Skýrsla sveitarstjóra
 6. Önnur mál

Oddviti Fljótsdalshrepps

Jóhann F. Þórhallsson

 

 

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.