Hengifoss Food Truck

Við vekjum athygli á nýjung í sveitinni. Undir næstu helgi opnar Hengifoss Food Truck sem staðsettur verður handan ár, rétt við bílastæðið við Hengifoss. Í boði verður ljúffeng súpa, girnilegar vöfflur, heimagerður ís frá Ann-Marie á Egilsstöðum í Fljótsdal og heitir og kaldir drykkir. 
Setjum Like á Hengifoss Food Truck á fésbókinni til að fylgjast með 😃 Flott framtak 👏😋👏
 

Fræðsluerindi og ráðgjöf um handverk, hönnun og gæðamat.

Boðað er til opins fundar um handverk og hönnun fimmtudaginn 1. júlí kl. 17:00 í Végarði.

Sunneva Hafsteinsdóttir frá Handverki og hönnun er gestur fundarins.
Efni fundarins er;
Handverk, hönnun, handavinna.
Hver er munurinn?
Hvað er góður minjagripur?
Gæðamat, vöruþróun, markaður og tækifæri!
 
Fyrirlestur og opnar umræður sem allir eru velkomnir á.
 
Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri HANDVERKS OG HÖNNUNAR, verður svo til viðtals og ráðgjafar 2. júlí n.k. frá kl. 9.00 í Végarði
Handverksfólk getur komið og rætt við Sunnevu um gæðamál, vöruþróun og fleira. Panta þarf tíma fyrir 28. júní um netfangið asdishelga@fljotsdalur.is, hvert viðtal er um 30 mín.
Ráðgjöfin er ókeypis og fullum trúnaði er heitið.
 
Handverksfólk innan sem utan Fljótsdals er velkomið á fyrirlesturinn 1. júlí.
Fljótsdælingar hafa forgang varðandi ráðgjöf hjá Sunnevu á föstudeginum en annars öllum áhugasömum velkomið að bóka tíma.

Boðað er til 62. fundar sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps 10. júní.

Fundur boðaður í Végarði 10.júní 2021, kl. 10:00

 

Dagskrá:

1. Hjarðarból:

  1. Erindi Gunnars Gunnarssonar og Ann-Marie Schlutz. Gestir Gunnar Gunnarsson og Ann-Marie Schlutz.
  2. Byggðakjarni

2. Þjónustuhús við Hengifoss.

3. Fundargerð byggingarnefndar 31.5.2021

4. Ráðningabréf endurskoðanda

5. Ósk um kostnaðarþáttöku unga barns

6. Önnur mál

 

Oddviti Fljótsdalshrepps

Jóhann F. Þórhallsson

 

Fimmtudagurinn 3. júní

Verkefnisstjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal verður frá kl 13:30-16:00 í Végarði fimmtudaginn 3. júní, þar sem viðkomandi þarf að vera á Ársfundi Austurbrúar fyrir hádegi. Endilega hafið samband eða komið við.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.