Lóusjóðurinn styrkir Skógarafurðir ehf

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra kynnti úthlutun til 29 verkefna úr Lóu-nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Alls voru umsóknirnar 236 sem bárust sjóðnum og um 150 milljónirtil úthlutunar. Verkefnin sem hlutu styrk eru af margvíslegum toga og  til marks um fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Sem dæmi má nefna styrk til uppbyggingar velferðartæknimiðstöðvar á Norðurlandi eystra, þróunarvettvangs sjávarlíftækni í Vestmannaeyjum, uppbyggingu vistkerfis orkuskipta á Vestfjörðum og nýsköpun í vinnslu skógarafurða á Austurlandi.

Skógarafurðir ehf fékk 6.000.000 kr í tæknisögunarmyllu fyrir íslenskar skógarafurðir. Á Austurlandi fengu auk Skógarafurða ehf., Hallormsstaðaskóli 4.000.000 kr í tilraunaeldhús; uppbygging og þjónusta, Yggdrasil Carbon ehf í þróun og markaðssetningu vottaðra kolefniseininga 3.500.000 kr. og Celia Lobsang Harrison 3.000.000 kr í Herðubreið - miðstöð fyrir nýsköpun á Seyðisfirði.

Við óskum þeim öllum til hamingju með styrkveitinguna.

Boðað er til 61. sveitarstjórnarfundar Fljótsdalshrepps

 1. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 1.6. 2021, kl. 13:30

Dagskrá:

 1. Kjör oddvita og varaoddvita til eins árs
 2. Umhverfisstyrkir
 3. Byggðakjarni á Hjarðbóli skipulagsgerð
 4. Endurskoðun stjórnar og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs
 5. Fundargerðir:
  1. Samfélagsnefnd 29.4.2021
  2. Ferðaklasi upphéraðs 3.5.2021
  3. Stjórna Árssala 17.5.2021
  4. SSA 12.2.2021, 19.3.2021
  5. Austurbrú 12.2.2021, 19.3.2021.
  6. Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs 8.4.2021 og 28.4.2021
  7. Skipulags-og byggingarnefndar 31.5.2021
 1. Ársreikningur SSA 2020
 2. Fjárhagsáætlun SSA 2021
 3. Fjárbeiðni frá Rótaryklúbbi Héraðsbúa.
 4. Skýrsla sveitarstjóra
 5. Önnur mál:

 

Oddviti Fljótsdalshrepps

Jóhann F. Þórhallsson

 

 

Boðað er til 60. fundar sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps

60. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 4. maí 2021, kl. 13:30.

Dagskrá:

 1. Ársreikningur Fljótsdalshrepps 2020 seinni umræða. Sigurður Álfgeir Sigurðsson
 2. Þjónustusamningur við Óbyggðasetur
 3. Samningur sveitarfélaga um breytingar á Skólaskrifstofu Austurlands
 4. Erindi um umhverfisstyrk á Egilsstöðum
 5. Fundargerðir:
  1. Almannavarna 15.3.2021
  2. Héraðsskjalasafns Austurlands 29.3.2021
  3. Héraðsskjalasafns Austurlands 8.4.2021
  4. Stjórn samtaka orkusveitarfélaga 15.4.2021
  5. Aðalfundur Minjasafns Austurlands 14.4.2021
 1. Ársreikningur Minjasafns Austurlands 2020
 2. Ársskýrsla Minjasafns Austurlands 2020
 3. Skýrsla sveitarstjóra
 4. Önnur mál:

 

Oddviti Fljótsdalshrepps

Jóhann F. Þórhallsson

 

Ný stjórn Búnaðarfélagsins

Mánudaginn 26. apríl var haldinn aðalfundur Búnaðarfélags Fljótsdalshrepps fyrir 2020 og 2021. Það ber helst til tíðinda að tveir nýjir félagar voru teknir inn, þeir Jónas Bragi Hallgrímsson og Þórhallur Jóhannsson. Ný stjórn var kjörin og skiptu þeir með sér verkum; Einar Sveinn Friðriksson formaður, Þorsteinn Pétursson ritari og Þorvarður Ingimarsson gjaldkeri.  Einnig var samþykkt eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Búnaðarfélags Fljótsdalshrepps, haldinn í Végarði, 26. apríl 2021, samþykkir ályktun sem beinir til sveitarstjórnar ósk um að aflað verði sérþekkingar til að meta virkjanakosti í sveitarfélaginu. Félagsmenn voru virkir í umræðunni og farið yfir ýmis mál ekki síst nýtt félagakerfi landbúnaðarins. Fráfarandi stjórn þakkað fyrir þeirra störf í þágu félagsins og nýskipaðri stjórn óskað velfarnaðar í störfum sínum.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.