Gangnaseðill 2020

Fjallskilanefnd hefur gengið frá gangnaseðli 2020. Honum verður dreift eins og áður en er jafnframt aðgengilegur hér.

Skrifstofa Fljótsdalshrepps

Vikuna 17.-20. ágúst 2020 verður opnunartími skrifstofu Fljótsdalshrepps með óreglulegum hætti en ávallt einhver til staðar milli kl 13:00-15:30. Föstudaginn 21. ágúst verður skrifstofan lokuð.

Fljótsdalsdagur, o.fl.

Á sveitarstjórnarfundi 4.8.2020 var samþykkt ,,...að stærri samkomum/hátíðum í Fljótsdal verði frestað meðan núverandi covid ástand varir''. Allir eru hvattir til að fylgjast vel með upplýsingum frá Almannavörnum og sóttvarnalækni - og ekki síst að huga vel að eigin sóttvörnum. Þeir sem sinna hverskonar þjónustu eða standa að minni samkomum/viðburðum taki mið af sóttvörnum og viðmiðunarreglum þar um. Við erum öll almannavarnir.

Skrifstofa Fljótsdalshrepps

Skrifstofa Fljótsdalshrepps verður lokuð 16-17. júlí 2020.

Hægt er að hafa samband við oddvita ef erindið er brýnt, Jóhann s: 8649080.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.