Ráðning sveitarstjóra Fljótsdalshrepps

Sveitarstjórn ákvað einróma á fundi sínum þann 29. apríl sl. að ráða Helga Gíslason í starf sveitarstjóra Fljótsdalshrepps en hann var valinn úr hópi 17 umsækjenda.

Helgi er fæddur og uppalinn Héraðsbúi, ættaður frá Helgafelli í Fellabæ þar sem hann bjó til ársins 2004.  Hann er skógfræðingur að mennt og hefur undanfarin 16 ár gegnt starfi framkvæmdastjóra  Skógræktarfélags Reykjavíkur en þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra Héraðsskóga fyrstu 14 starfsár þess verkefnis.  Helgi þekkir vel til fólks og samfélags í Fljótsdal, atvinnufyrirtækja og stofnana sem þar eru.

Jafnframt því að bjóða Helga velkominn í Fljótsdalinn þakkar sveitarstjórn öllum umsækjendum fyrir áhugann.“

PLOKK DAGURINN og úrbótaganga

Stóra plokkhelgin 24.-26. apríl .

Dagur umhverfisins laugardaginn 25. apríl. Takið myndir og setjið inn á fésbók ykkar eða sendið á: asdis@austurbru.is

Við hvetjum alla til að tína rusl á stóra plokkdeginum! Við tínum rusl með öllum vegum, við eigin landareign og/eða vinnustað, röðum upp lausum munum og tækjum. Minnum á gámasvæðið.

Við hlýðum Víði og munum því ekki koma saman, heldur dreifa okkur í tíma og rúmi. Pössum upp á 2 m regluna og hugum að sóttvörnum. Gott að vera í fjölnota hönskum.

Úrbótaganga.

Við hvetjum alla sem leið eiga um Fljótsdalinn að skrá það sem laga má í umhverfinu í Úrbótaganga.is. Tilgangurinn er að bæta ásýnd samfélagsins og gera upplifun íbúa og gesta ánægjulegri.

Umsóknir um starf sveitarstjóra í Fljótsdalshreppi

Sveitarstjórn  Fljótsdalshrepps  ákvað á fundi þann 16. mars sl. að auglýsa starf sveitarstjóra laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út þann 8.apríl sl.   Alls  bárust 18 umsóknir en ein hefur verið dregin til baka.  Sveitarstjórn hefur borist ósk um upplýsingar um umsækjendur.  Samkvæmt 1. tl. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 150/2012 hvílir á sveitarstjórn skylda til að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf sveitarstjóra, þegar umsóknarfrestur er liðinn, sé eftir því leitað.  Í samræmi við það er er birtur hér að neðan listi yfir nöfn umsækjanda í stafrófsröð og starfsheiti/menntun.

Nafn umsækjanda og starfsheiti -menntun

Arngrímur Viðar Ásgeirsson,  verkefnastjórnun

Ásgeir Þórhallsson, viðskiptafræðingur

Bjarni Jónsson, verkefnastjórnun

Geir Sigurpáll Hlöðversson, byggingarverkfræðingur

Gréta Jóna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri

Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri

Hreinn Sigmarsson, framkvæmdastjóri

Jóhann Hjalti Þorsteinsson, sagnfræðingur

Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri

Karl Ingiberg Emilsson, verkefnastjóri

Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri

Ólafur Áki Ragnarsson, verkefnastjóri

Rúnar Sigríksson, íþróttafræðingur

Skeggi G. Þormar, forstöðumaður

Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, framreiðslumaður

Þór Steinarsson, meistarapróf í opinberri stjórnsýslu

Þórarinn Þórhallsson , framkvæmdastjóri

 

Vinnustofur í tengslum við umsóknir í Samfélagssjóð

Hlutverk Samfélagssjóðs er að veita fjárhagslegan stuðning til nýsköpunar, menningar og atvinnuskapandi verkefna í Fljótsdal. Umsóknafrestur er til 30. apríl 2020.

Einstaklingar, félög og lögaðilar geta sótt um í sjóðinn óháð búsetu.

Boðið verður upp á vinnustofu með verkefnastjóra Fagrar framtíðar í Fljótsdal á eftirfarandi stöðum:

Á Egilsstöðum, þriðjudaginn 21. apríl milli kl 13:00-15:30

Í Végarði, miðvikudaginn 22. apríl milli kl 12:30-15:30

Þeir sem vilja nýta sér þetta þurfa að bóka tíma fyrirfram þannig að hægt sé að skipuleggja fyrirkomulagið í samræmi við viðmiðunarreglur v/Covid-19.

Hafa skal samband í síma 4708310 eða um asdis@austurbru.is

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.