Gersemar Fljótsdals

Viðburðardagsetning: 2.-3. september 2022
Hefur þú áhuga á minjagripagerð, gjafavörum eða nytjamunum!?
Daganna 2.-3. september verður haldin tveggja daga hönnunarsmiðja þar sem markmiðið er að draga fram sérstöðu austfirsks þjóðararfs og þeirra einstöku muna og minja sem fundist hafa í Fljótsdal.
Markmiðið er einnig að skapa vettvang fyrir listamenn, handverksfólk og hönnuði, faglærða sem ófaglærða til að þróa hugmyndir að listmunum sem byggja á þessum gersemum, um leið og áhersla er lögð á að nýta sem mest einstakt hráefni úr héraði.
Afrakstur hönnunarsmiðjunnar verða vel mótaðar hugmyndir sem raunhæft er að fjöldaframleiða og/eða vinna sem einstaka sérvöru með markvissa tengingu við sögu, menningu eða náttúru Fljótsdals, Austurlands.
Þátttakan er opin öllum á landinu sem áhuga hafa á viðfangsefninu og leggja í svolitla áskorun.
Skráningarfrestur er til 1. ágúst 2022. Skráning þarf að berast í gegnum þetta form: https://forms.gle/ouTazzMyijewCfvy8
Greiða þarf 7000 kr þátttökugjald eftir að skráningarfrestur rennur út (nánar síðar).

Sjá nánar hér.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok