Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 og nýtt deiliskipulag

Kynning á lýsingu

Hjarðarból – Íbúðarbyggð

 

Á fundi byggingar- og skipulagsnefndar Fljótsdalshrepps þann 24.09.2021 var samþykkt að kynna sameiginlega skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 og nýs deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð í landi Hjarðarbóls.

Á fundi sveitarstjórnar nr. 66, þann 5.10.2021 samþykkti meirihluti sveitarstjórnar bókun byggingar- og skipulagsnefndar.

Sveitarfélagið Fljótsdalshreppur áformar að skipuleggja íbúðarbyggð í landi Hjarðarbóls í Fljótsdalshreppi. Fyrirhuguð íbúðarbyggð samræmist ekki gildandi aðalskipulagi og ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Áður en framkvæmdar- og byggingarleyfi er veitt þarf að gera breytingar á aðalskipulaginu og leggja fram deiliskipulag af svæðinu.

Nánar um skipulagslýsingu er hægt að skoða á heimasíðu sveitarfélagsins www.fljotsdalur.is og á hreppsskrifstofu að Végarði, 701 Egilsstaðir.

Frestur til að leggja fram ábendingar/athugasemdir við lýsinguna er til og með 11. nóvember 2021. Skila skal ábendingum skriflega á hreppsskrifstofu að Végarði, 701 Egilsstaðir eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is

 

Sveinn Þórarinsson

Byggingar- og skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok