Skipulags og byggingamál

Áherslur Fljótsdalshrepps í skipulagsmálum stuðla að jákvæðri þróun byggðar á svæðinu, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnu- og mannlíf ásamt því að gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða.

Aðalskipulag Fljótsdalshrepps

Aðalskipulag Fljótsdalshrepps 2014-2030 miðast við að sjá fyrir nægu landrými fyrir þróun byggðakjarna, frístundasvæði og framboði lóða fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og nýsköpun, m.a. skógariðnaði, ferðaþjónustu og aðra atvinnustarfsemi. Lögð er áhersla á hagkvæma nýtingu orkuauðlinda, verndun grunnvatns og annarra umhverfislegra gæða, s.s. varðveislu náttúru- og sögutengdra minja. Stuðlað verði að sjálfbærri nýtingu lands og auðlinda ásamt því að kortleggja náttúruvá og hættusvæði.   

Áhersla er jafnframt á góðar samgöngur og að vinna að hagkvæmum lausnum í vegagerð sem stuðla að umferðar- og rekstraröryggi, sem og samtenginu byggða. Tryggt verði að landbúnaðarsvæði verði áfram nýtt til landbúnaðar og að skógrækt verði áfram veigamikill þáttur í Fljótsdal, - vöggu bændaskógræktar frá 1968. Gróðurvernd og landgræðsla verði viðhöfð í samræmi við landgæði og að stoðir og vægi ferðaþjónustunnar byggi á sérstöðu svæðisins.

Skipulag sveitarfélagsins
Aðalskipulagið er sett fram í tveimur uppdráttum ásamt greinagerð og forsendu- og umhverfisskýrslu.

Brunavarnir

Aðsetur aðalslökkvistöðvar svæðisins er á Egilsstaðaflugvelli. Neyðarnúmer 112.

Hér má sjá skoðunaráætlun eldvarnaeftirlits fyrir árið 2023.  Hér eru listaðar upp byggingar sem annað hvort þurfa skoðun árlega eða fjórða hvert ár.  Við ákvörðun um skoðun er stuðst við byggingareglugerð og reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit.  Viðbúið er að fleiri byggingar en þær sem eru á listanum verði skoðaðar eftir því sem ástæða þykir til.  Eldvarnaeftirlitið hefur samband við eigendur bygginga til að fastsetja skoðunartíma þegar kemur að skoðun.  Eldvarnaeftirlit er mikilvægur þáttur í forvörnum og eru eigendur bygginga hvattir til að bregðast sem fyrst við athugasemdum ef einhverjar eru.   Benda má á að eigendur bygginga geta alltaf haft samband við eldvarnaeftirlitið til að fá upplýsingar og leiðbeiningar.  Einnig geta eigendur bygginga óskað eftir því að fá eldvarnaeftirlitið í heimsókn ef þurfa þykir.

Végarður         701 Fljótsdalshreppur Fljótsdalur
Laugarfell        701 Fljótsdalshreppur Fljótsdalur
Óbyggðasetur 701 Fljótsdalshreppur Fljótsdalur

Aðalskipulag Fljótsdalshrepps

Aðalskipulag Fljótsdalshrepps 2014 - 2030

Hálendi

Byggðahluti

Greinagerð

Forsendur

Breyting á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í landi Hjarðarbóls

Athugið að skjölin eru stór og því getur tekið smá stund að hlaða þeim niður. 


Aðalskipulag Fljótsdalshrepps 2002-2014

Skipulagið er sett fram á tveimur uppdráttum ásamt greinargerð.

Allt sveitarfélagið í mælikvarða 1:100.000 er hér.

Byggð svæði sveitarfélagsins í mælikvarða 1:30.000 er hér.

Greinagerð er hér.

Lausar lóðir

Í landi Skriðuklausturs eru tvær lausar lóðir, um 3130 m2 að stærð með um 500 m2 byggingareit. Einnig er gert ráð fyrir íbúðarsvæði í landi Bessastaða/Eyrarlands, alls 4 til 5 lóðir á um 5 ha svæði.

 Auk þess hefur hver landeigandi rétt á að byggja þrjú íbúðarhús á hverri jörð/lögbýli og taka út lóðir fyrir 1-3 frístundahúsum. Frístundabyggð er leyfð á Droplaugarstöðum, í Brekkugerði og Brekku á um 5 ha en ekki liggur fyrir deiliskipulag. Á Ytri-Víðivöllum er gert ráð fyrir um 13 frístundahúsum á um 20 ha svæði og á Ytri-Víðivöllum II 8 frístundahús á um 6-8 ha svæði á óskilgreindu deiliskipulagi.

Fyrir liggja áætlanir sveitarfélagsins að skipuleggja byggðakjarna í landi Hjarðabóls.  

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok