Fögur framtíð í Fljótsdal er samfélagsverkefni sem stofnað var til með samfélagsþingi vorið 2019. Eitt af áhersluverkefnum eftir þingið var að hvetja Fljótsdalshrepp til að stofna verkefnasjóð til stuðnings nýsköpunar, menningar og atvinnuskapandi verkefnum í Fljótsdal. Í framhaldi var Samfélagssjóður Fljótsdals stofnaður árið 2020.
Samkvæmt 3. gr. sjóðsins er markmið og tilgangur hans að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðli að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdal.
Allar nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér neðar, þ.e. stofnskrá sjóðsins og úthlutunarreglur. Úthlutun tekur mið af áherslum sjóðsins hverju sinni.
Ekki er gert ráð fyrir úthlutun á árinu 2025.
Stjórn Samfélagssjóðs Fljótsdals skipa
- Jóhann F. Þórhallsson formaður
- Arna Björg Bjarnadóttir
- Brynjar Darri Sigurðsson Kjerúlf
- Páll Baldursson
- Þórhallur Jóhannsson.