Frá fljóti til fjalla

Tilkynningar & fréttir

Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 og nýtt deiliskipulag

Kynning á lýsingu

Hjarðarból – Íbúðarbyggð

 

Á fundi byggingar- og skipulagsnefndar Fljótsdalshrepps þann 24.09.2021 var samþykkt að kynna sameiginlega skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 og nýs deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð í landi Hjarðarbóls.

Á fundi sveitarstjórnar nr. 66, þann 5.10.2021 samþykkti meirihluti sveitarstjórnar bókun byggingar- og skipulagsnefndar.

Sveitarfélagið Fljótsdalshreppur áformar að skipuleggja íbúðarbyggð í landi Hjarðarbóls í Fljótsdalshreppi. Fyrirhuguð íbúðarbyggð samræmist ekki gildandi aðalskipulagi og ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Áður en framkvæmdar- og byggingarleyfi er veitt þarf að gera breytingar á aðalskipulaginu og leggja fram deiliskipulag af svæðinu.

Nánar um skipulagslýsingu er hægt að skoða á heimasíðu sveitarfélagsins www.fljotsdalur.is og á hreppsskrifstofu að Végarði, 701 Egilsstaðir.

Frestur til að leggja fram ábendingar/athugasemdir við lýsinguna er til og með 11. nóvember 2021. Skila skal ábendingum skriflega á hreppsskrifstofu að Végarði, 701 Egilsstaðir eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is

 

Sveinn Þórarinsson

Byggingar- og skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps.

Lesa meira

Hreppsskrifstofan lokuð

Hreppsskrifstofan verður lokuð 7.-8. október vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2021.

 

Lesa meira


Viðburðir
21. október kl. 12:00

Hádegisverður fyrir íbúa í Végarði. Skráning vigdis66@gmail.com (2000 kr)

21. október kl 19:30-21:30

Handavinnuhittingur í Végarði

25.október kl. 18:30

Kvöldverður fyrir íbúa í Végarði. Mikilvægt að skrá sig tímanlega (vigdis66@gmail.com), sjá nánar.

Sjá nánar
28. október kl 12:00

Hádegisverður fyrir íbúa í Végarði. Skráning vigdis66@gmail.com (2000 kr)

30. október kl. 10:00

Samfélagsþing í Végarði. Munið að skrá mætingu í viðburð, undir sjá nána.

Sjá nánar

Fljótsdalur


 

 

 

 

Opnunartími skrifstofu í Végarði: kl. 09:00-16:00

Fljótsdalshreppur:

Sveitarstjóri: Helgi Gíslason, helgi@fljotsdalur.is - sími 864 4228

Oddviti: Jóhann F. Þórhallsson, brekkugerdi@fljotsdalur.is - sími 864 9080

Verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal: Ásdís Helga Bjarnadóttir, asdishelga@fljotsdalur.is - sími 470 3810

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.