Frá fljóti til fjalla

Tilkynningar & fréttir

Tæming rotþróa

 

Nú fer Hreinsitækni um Fljótsdalinn af sínum alkunna dugnaði og tæmir rotþrær á hverjum bæ. Byrjuðu í dag og gera ráð fyrir að klára verkið undir lok næstu viku.

Lesa meira

Melarétt, laugardaginn 18. september

Melarétt, laugardaginn 18. september

Á laugardaginn verður réttað í Melarétt. Byrjað verður að reka úr safnhólfi kl. 11:00 og byrjað að rétta kl. 12:00.

Fólk er beðið að búa sig vel og gjarnan rétta hjálparhönd ef það getur, halda sér annars til hlés þannig að allt gangi vel.

Þá þarf að gæta vel að eins metra reglunni eins og hægt er og þeim almennu sóttvörnum sem okkur eru orðin vel kunn.

Muna samt eftir að pestin er um þessar mundir meiri en áður á Austurlandi og því verðum við að gæta okkar. Ekki slaka á.

Nemendur 9. bekkjar Egilsstaðaskóla verða með til sölu veitingar, pylsur og kaffi.

Verið velkomin á svæðið.

 

Lesa meira


Viðburðir
19. ágúst Hús -Brekkugerðishús

Kvöldganga kl. 19:30 frá Húsum - Brekkugerðishúsum undir leiðsögn Urðar Gunnarsdóttur og Helga Gíslasonar. Nokkur bratti en allir velkomnir.

Read more
22. ágúst Skriðuklaustur

Sunnudaginn 22. ágúst kl. 11 verður guðsþjónusta beggja siða á rústum hinnar fornu klausturkirkju. Séra Ólöf Margrét Snorradóttir og séra Pétur Kovacik sjá um athöfnina og organisti er Jón Ólafur Sigfússon.
Allir velkomnir að viðhöfðum viðeigandi sóttvörnum.

Nánar
26. ágúst Guttormslundur

Kvöldganga kl. 19:30 frá Guttormslundi í Hallormsstaðaskógi. Göngustjóri Þór Þorfinnsson. Allir velkomnir.

Read more
18. September Melarétt

Réttardagur Fljótsdælinga í Melarétt er áætlaður laugardaginn 18. september, nánar síðar.


Fljótsdalur


 

 

 

 

Opnunartími skrifstofu í Végarði: kl. 09:00-16:00

Fljótsdalshreppur:

Sveitarstjóri: Helgi Gíslason, helgi@fljotsdalur.is - sími 864 4228

Oddviti: Jóhann F. Þórhallsson, brekkugerdi@fljotsdalur.is - sími 864 9080

Verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal: Ásdís Helga Bjarnadóttir, asdishelga@fljotsdalur.is - sími 470 3810

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.