Frá fljóti til fjalla

Tilkynningar & fréttir

Hengifoss Food Truck

Hengifoss Food Truck

Við vekjum athygli á nýjung í sveitinni. Undir næstu helgi opnar Hengifoss Food Truck sem staðsettur verður handan ár, rétt við bílastæðið við Hengifoss. Í boði verður ljúffeng súpa, girnilegar vöfflur, heimagerður ís frá Ann-Marie á Egilsstöðum í Fljótsdal og heitir og kaldir drykkir. 
Setjum Like á Hengifoss Food Truck á fésbókinni til að fylgjast með 😃 Flott framtak 👏😋👏
 

Lesa meira

Fræðsluerindi og ráðgjöf um handverk, hönnun og gæðamat.

Fræðsluerindi og ráðgjöf um handverk, hönnun og gæðamat.

Boðað er til opins fundar um handverk og hönnun fimmtudaginn 1. júlí kl. 17:00 í Végarði.

Sunneva Hafsteinsdóttir frá Handverki og hönnun er gestur fundarins.
Efni fundarins er;
Handverk, hönnun, handavinna.
Hver er munurinn?
Hvað er góður minjagripur?
Gæðamat, vöruþróun, markaður og tækifæri!
 
Fyrirlestur og opnar umræður sem allir eru velkomnir á.
 
Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri HANDVERKS OG HÖNNUNAR, verður svo til viðtals og ráðgjafar 2. júlí n.k. frá kl. 9.00 í Végarði
Handverksfólk getur komið og rætt við Sunnevu um gæðamál, vöruþróun og fleira. Panta þarf tíma fyrir 28. júní um netfangið asdishelga@fljotsdalur.is, hvert viðtal er um 30 mín.
Ráðgjöfin er ókeypis og fullum trúnaði er heitið.
 
Handverksfólk innan sem utan Fljótsdals er velkomið á fyrirlesturinn 1. júlí.
Fljótsdælingar hafa forgang varðandi ráðgjöf hjá Sunnevu á föstudeginum en annars öllum áhugasömum velkomið að bóka tíma.

Lesa meira


Viðburðir
24. júní Melar

Kvöldganga frá bæjarhlaðinu á Melum upp að Völusteini. Göngustjóri Eyjólfur Ingvason. Allir velkomnir. 

Read more
1. júlí í Végarði

Fræðsla um handverk, vöruþróun og gæðamat, kl. 17:00. Allir velkomnir.

Read more
1. júlí Hengifoss

Kvöldganga frá bílastæðinu hjá Hengifossi og upp með gilinu að norðanverðu. Göngustjóri Þórhallur Jóhannsson. 

Read more
8. júlí Melarétt

Kvöldganga kl. 20:00 frá Melarétt og upp með Bessastaðarárgili. Sögustund og heilsubót. Göngustjóri Kristín Amalía Atladóttir.

Read more
15. júlí Droplaugarstaðir

Kvöldganga kl. 20:00 frá Droplaugarstöðum undir leiðsögn Lárusar Heiðarssonar. Allir velkomnir.

Read more
22. júlí Hengifoss Gistihús

Kvöldganga kl. 20:00 frá Hengifoss Gistihúsi við Végarð upp Tröllkonustíginn. Gengið á brattann með Ingólfi Friðrikssyni. Allir velkomnir.

Read more
29. júlí Glúmsstaðasel

Kvöldganga kl 20:00 frá Glúmsstaðaseli upp í Gjárhjalla. Gengið á brattann með Sigurði Max Jónssyni. Allir velkomnir.

Read more
5. ágúst Hallormsstaðaskóli

Kvöldganga kl. 20:00 frá Hallormsstaðaskóla. Heilsubótarganga undir leiðsögn Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur. Allir velkomnir.

Read more
12. ágúst Vallanes

Kvöldganga kl. 20:00 um Vallanes undir leiðsögn Eymundar Magnússonar. Létt og fróðleg ganga sem allir eru velkomnir í. 

Read more
19. ágúst Hús -Brekkugerðishús

Kvöldganga kl. 19:30 frá Húsum - Brekkugerðishúsum undir leiðsögn Urðar Gunnarsdóttur og Helga Gíslasonar. Nokkur bratti en allir velkomnir.

Read more
26. ágúst Guttormslundur

Kvöldganga kl. 19:30 frá Guttormslundi í Hallormsstaðaskógi. Göngustjóri Þór Þorfinnsson. Allir velkomnir.

Read more
21. apríl Fjarfundur

Kolbeinn Ísak Hilmaarsson - Kynning á þróunarstarfi tengdum kolefnisfjármálum, minnkun losunar eða bindingu kolefnis. Verkefnið er unnið fyrir Yggdrasil Carbon sem hefur unnið í góðu samstarfi/samtali við til dæmis Skógræktina og Kolefnisbrúna.

Sjá viðburð facebook á Fögur framtíð í Fljótsdal

29. apríl í Végarði

Ársfundur Samfélagssjóðs Fljótsdals kl 17:00

15. apríl í Végarði

Garðyrkjuspjall. Opið öllum kl 19:30

18. mars Óbyggðasetrið

Úthlutun styrkja úr Samfélagssjóði kl 15:00

18. Febrúar Fjarfundur

Nýsköpun í sauðfjárrækt

Read more

Fljótsdalur


 

 

 

 

Opnunartími skrifstofu í Végarði: kl. 09:00-16:00

Fljótsdalshreppur:

Sveitarstjóri: Helgi Gíslason, helgi@fljotsdalur.is - sími 864 4228

Oddviti: Jóhann F. Þórhallsson, brekkugerdi@fljotsdalur.is - sími 864 9080

Verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal: Ásdís Helga Bjarnadóttir, asdishelga@fljotsdalur.is - sími 470 3810

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.