Frá fljóti til fjalla

Tilkynningar & fréttir

Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna

Í dag mun Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra opna rafrænan vettvang um sérðhæfða skilnaðarráðgjöf. Eins og kunnugt er hefur hann gert samning við danska fyrirtækið SES (Samarbejde efter Skilsmisse) vegna tilraunaverkefnis 2020 um innleiðingu sérhæfðrar skilnaðarráðgjafar í félagsþjónustu til foreldra á Íslandi. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og byggir efnið á nýjustu þekkingu, sem byggir á bæði rannsóknum fræðimanna og reynslu fagfólks. Nýjar danskar rannsóknir benda til verulegs ávinnings af því að nota þessa rafrænu fræðslu, auk ráðgjafar og námskeiðshalds fagfólks hjá sveitarfélögunum.

Lesa meira

Fögur framtíð í Fljótsdal, tilkynning frá verkefnisstjóra

Ákveðið hefur verið í samráði við Austurbrú að starfsmaður verkefnisins Fögur framtíð í Fljótsdal verði ekki með viðveru í Végarði á fimmtudögum á meðan samgöngubannið er í gildi. Starfsstöðvar Austurbrúar eru lokaðar en allir starfsmenn Austurbrúar ásamt verkefnastjóra eru í vinnu og sinna henni frá heimili eða sinni aðalsstarfsstöð. Viðkomandi er með símann og fylgist með netpósti og því er um að gera að nýta sér það ef eitthvað er, sími 4703800/4703810/8996172 – asdis@austurbru.is

Lesa meira


Viðburðir
12. mars, Végarði
Sr. Ólöf M. Snorradóttir kl. 12-14
27. febrúar, HÚSÓ
Handavinnukvöld í Höllinni kl. 19
26. febrúar, Végarði
Fundur um iðnaðarhúsnæði kl. 20
23. FEBRÚAR, Skriðuklaustri
Hampur til sjálfbærni kl. 14
14.febrúar 2020, Végarði
Handavinnukvöld kl. 19- 22
13. febrúar 2020, Végarði
Fimmtudagskvöld í Fljótsdal kl. 20:00
8. febrúar 2020, Végarði
Þorrablót brottfluttra
11. janúar 2020, Végarði
Samfélagsfundur kl. 10-15

Fljótsdalur


 

 

 

 
Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.