Frá fljóti til fjalla

Tilkynningar & fréttir

Framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 3

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. vegna framkvæmda og mannvirkjagerðar við Kröflulínu 3 innan sveitarfélagamarka Fljótsdalshrepps. Leyfið er gefið út á grundvelli mats á umhverfisáhrifum Kröflulínu 3 og aðalskipulags Fljótsdalshrepps 2014 – 2030, sbr. breytingu vegna Kröflulínu 3 sem tók gildi þann 8. apríl 2019.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og var matsskýrsla Landsnets hf. afhent Skipulagsstofnun í júlí 2017.  Álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum Kröflulínu 3 samkvæmt 11. gr. laga nr.  106/200 var gefið út þann 6. desember 2017 og er aðgengilegt á eftirfarandi netslóð:  http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/1248/201409068.pdf.

Niðurstaða þess er að Skipulagsstofnun telur að matsskýrsla Landsnets hf. uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst með fullnægjandi hætti.

Öll gögn sem tengjast útgáfu framkvæmdaleyfisins liggja frammi á skrifstofu Fljótsdalshrepps og eru jafnframt aðgengileg  hér

Vakin er athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps um útgáfu framkvæmdaleyfisins er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á grundvelli 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. einnig 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

Fljótsdalshreppi, 06. maí 2019

________________________________

Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti

Lesa meira

,,Fögur framtíð í Fljótsdal". Skilaboð samfélagsþings

Fljótsdalur býr yfir margvíslegum auðlindum og ef byggt er annars vegar á grunni fortíðar og hefðar og hins vegar á styrkleikum og tækifærum á öllum sviðum , verður ,, fögur framtíð í Fljótsdal". Þetta og fleira kom fram á samfélagsþingi sem haldið var í Fljótsdal , helgina 13.-14. apríl. Sjá fréttatilkynningu hér samfélagsþing.

Lesa meira


Næstu viðburðir
Samfélagsþing Snæfellsstofu, Skriðuklaustri 13.-14. apríl 2019
Fljótsdalur til framtíðar-hvert skal stefna
Þorrablót í Fljótsdal 2019
Þorrablót Útbæinga , Végarði , 16.02 2019
Jólavist

Jólavist verður spiluð í Végarði , föstudagskvöldið 28. desember kl. 20:30. Allir velkomnir

 


Fljótsdalur


 

 

 

 
Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Fljótsdalshrepps með því að smella hér.
Í lagi