Viðvera verkefnastjóra FFF

Að jafnaði mun verkefnastjóri vera með viðveru í Végarði á fimmtudögum (nema 25/8) og aðra hverja viku á þriðjudögum, nema annað komi uppá. Best er því að hafa samband eða senda línu til að athuga stöðuna og taka frá tíma. Þess á milli er viðvera hjá Austurbrú. Sumarleyfi verkefnastjóra verður frá ca. 8. sept. til 3. okt. 

Varðar kosningar 14. maí nk.

  • Í Fljótsdalshreppi er óbundin kosning.

  • Kjörskrá liggur fram á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði til kjördags.

  • Fólk getur jafnframt kannað hvort það er á kjörskrá með því að fara inn á Þjóðskrá.
  • Eftirfarandi aðilar hafa beðist undan endurkjöri:
    • Gunnþórunn Ingólfsdóttir 
    • Eiríkur Kjerúlf 

Umhverfisstyrkur

Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar um umhverfisstyrk er hann nú auglýstur til umsóknar fyrir árið 2022. Bent er á reglur sem hafa verið settar og eru á heimasíðu fljotsdalur.is
Ekkert eyðublað er fyrir umsóknina en minnt er á að gera þarf kostnaðaráætlun í samræmi við reglurnar.

Skila þarf umsókn inn til skrifstofu Fljótsdalshrepps fyrir 30. apíl næstkomandi.

Auglýsing

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok