Nú líður að kosningum

 Stjórnarráðið hefur gefið út tímalínu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022

6. apríl.Viðmiðunardagur kjörskrár.
8. apríl.Síðasti dagur Þjóðskrár Íslands að auglýsa að gerð hafi verið kjörskrá.
8. apríl. Síðasti dagur til að skila inn framboði kl. 12:00.
11. apríl Yfirkjörstjórn boðar umboðsmenn á sinn fund og greinir frá meðferð á einstökum listum. 
14. apríl. Yfirkjörstjórn auglýsir framkomin framboð. 
15. apríl. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst.
23. apríl. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrahúsum og dvalarheimilum má hefjast.
12. maí. Síðasti frestur til kjörstjóra að leggja fram beiðni um heimakosningu. 
13. maí. Atkvæðagreiðslu utan kjörfundar erlendis lýkur. 
14. maí. Kosningu utan kjörfundar innanlands lýkur kl. 17:00.
14. maí. Kjördagur

Íbúafundur í Végarði

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps, í samstarfi við Orkugarða Austurlands, boðar til íbúafundar til kynningar á hugmyndum um byggingu og starfrækslu vindorkugarðs í sveitarfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Végarði þriðjudaginn 29. mars kl 17:00. Dagskrá:

1. Viljayfirlýsing um samstarf á milli Fljótsdalshrepps og Orkugarða Austurlands. Framsaga: Helgi Gíslason og Kristinn Bjarnason.

2. Vindorkugarður í Fljótsdal og rafeldsneytisverkmiðja á Reyðarfirði. Framsaga: Anna-Lena Jeppesen, Magnús Bjarnason og Helgi Jóhannesson.

3. Fyrirspurnir og umræður.

Bestu kveðjur Helgi

Lokun skrifstofu

Skrifstofa Fljótsdalshrepps verður lokuð föstudaginn 11. mars 2022.

Verkefnastjóri Fagrar framtíðar verðu ekki í Végarði daganna 14.-21. mars en svarar pósti og verður aðgengileg í síma og fjarfundum 14.-16. mars.

Ársskýrsla Fagrar framtíðar í Fljótsdal

Í Fljótsdal er unnið að samfélagsverkefni sem ber nafnið Fögur framtíð í Fljótsdal. Árlega eru haldin samfélagsþing sem marka verkefnaáherslur í átt að sameiginlegri framtíðarsýn.  Nú er komin út ársskýrsla verkefnisins fyrir 2021.

Hægt er að skoða hana hér

Undirritun viljayfirlýsingar um samstarf

Undirituð hefur verið viljayfirlýsing um samstarf á milli Fljótsdalshrepps og Copenhagen Infrastructure Energy Transition Fund um samstarf og rannsóknir á mögulegri uppbyggingu og reksturs vindorkugarðs í Fljótsdalshreppi. Samhliða að eiga samstarf um að skoða tækifæri til þróunar og uppbyggingar á annarri atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu sem tengist verkefninu beint eða óbeint s.s. vegna tækninýjunga, hráefna sem til falla eða hagkvæmrar nýtingar raforku.

Sjá yfirlýsingu.

Ársreikningur Fljótsdalshrepps 2021

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hefur samþykkt ársreikning 2021. Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 224,1 mkr. og rekstrargjöld 244,5 mkr. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 1,6 mkr. Rekstrarniðurstaða ársins er því neikvæð um 63,8 mkr.

Það er mat sveitarstjórnar að áhrif Covid-19 faraldsins hafi haft óveruleg áhrif á rekstur og reikningsskil sveitarfélagsins. Sveitarfélagið jók útgjöld sín á árinu til að mæta almennri niðursveiflu í hagkerfinu í takt við áskoranir stjórnvalda. Áhrifanna mun gæta áfram en sveitarstjórn telur að faraldurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á afkomu sveitarfélagsins eða getu þess til að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. 

Peningalegar eignir sveitarfélagsins í árslok námu 281,2 mkr. og skuldir samtals 32,9 mkr. Peningalegar eignir umfram skuldir námu því 248,3 mkr.  

Hér má sjá ársreikning Fljótsdalshrepps.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok