49. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 2.9. 2025, kl.9:00

Dagskrá:

1. Farsældarráð

2. Fjárhagsyfirlit fyrir 6 mánuði

3. Heimsókn bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar

4. Skipun fulltrúa í bakhóp Sambands íslenskra sveitarfélaga

5. Erindi frá Eyrarlandi um umhverfisstyrk

6. Uppsögn þjónustusamnings um Végarð og tjaldstæði.

7. Gagnaseðill

8. Fundargerðir:

a. Verkfundargerðir Hamborgar 3.
b. Fjallskilanefndar 26.8.2025
c. Framkvæmdateymis Öruggara Austurlands 27.8.2025

9. Skýrsla sveitarstjóra


10. Önnur mál:


Varaoddviti
Jóhann F.Þórhallsson

Hamborgarhátíðarhöld

Ágætu sveitungar,

Þann 12. ágúst næstkomandi verður tekin skóflustunga að fyrsta íbúðarhúsinu í nýjum byggðakjarna okkar í Hamborg. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, mun veita okkur þann heiður að marka þennan merka áfanga í sögu dalsins og taka skóflustunguna. Þá verða flutt stutt ávörp og tónlistaratriði. Ykkur er boðið að vera viðstödd athöfnina sem hefst kl.13:30 í Hamborg en gestir eru beðnir um að mæta tímanlega, helst ekki síðar en kl. 13:15.

Sjáumst í Hamborg á þriðjudag!

Helgi Gíslason