44. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 6.5. 2025, kl.9:00

44. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 6.5. 2025, kl.9:00

Dagskrá:

  1. Veitingarekstur í þjónustuhúsi við Hengifoss
  1. Umhverfisstyrkir 2025
  1. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
  1. Búsetuminjaverkefni
  1. Jarðhitaleit
  1. Laugargarður ehf.
  1. Heimreiðar
  1. Aðalfundur Austurbrúar og SSA
  1. Fagráð Minjasafns Austurlands
  1. Styrktarsjóður EBÍ
  1. Ágangsfé
  1. Fundargerðir:
  1. Heilbrigðisnefndar 10.4.2025
  2. Stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 81-83.
  3. Stjórnar Sambands íslenska sveitarfélaga fimm fundargerðir.
  4. Austurbrúar og SSA
  1. Skýrsla sveitarstjóra
  2. Önnur mál:

Varaoddviti

Jóhann F.Þórhallsson

Framtíðin í Fljótsdalshreppi, nýtt deiliskipulag

Fljótsdalshreppur vinnur markvisst að því að bjóða upp á fjölbreytta og aðlaðandi búsetukosti fyrir þá sem vilja setjast að í hreppnum. Með nýju deiliskipulagi stígum við mikilvægt skref í átt að því markmiði – að mæta vaxandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og skapa hagstæð skilyrði fyrir öflugt atvinnu- og mannlíf.

Atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu hefur verið í örum vexti, sérstaklega á sviði ferðaþjónustu, úrvinnslu skógarafurða og orkuvinnslu. Þessi þróun kallar á nýtt húsnæði fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra – og við viljum tryggja að Fljótsdalshreppur sé fýsilegur og eftirsóknarverður búsetukostur til framtíðar.