Framtíðin í Fljótsdalshreppi, nýtt deiliskipulag

Fljótsdalshreppur vinnur markvisst að því að bjóða upp á fjölbreytta og aðlaðandi búsetukosti fyrir þá sem vilja setjast að í hreppnum. Með nýju deiliskipulagi stígum við mikilvægt skref í átt að því markmiði – að mæta vaxandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og skapa hagstæð skilyrði fyrir öflugt atvinnu- og mannlíf.

Atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu hefur verið í örum vexti, sérstaklega á sviði ferðaþjónustu, úrvinnslu skógarafurða og orkuvinnslu. Þessi þróun kallar á nýtt húsnæði fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra – og við viljum tryggja að Fljótsdalshreppur sé fýsilegur og eftirsóknarverður búsetukostur til framtíðar.
 
 

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok