Ársfundur Samfélagssjóðs Í Fljótsdal

Ársfundur Samfélagssjóðs í Fljótsdal var haldinn í Végarði mánudaginn 9. desember sl. Á fundinum var farið yfir starfsemi sjóðsins á liðnu ári sem og ársreikning 2023. Fyrr á árinu voru samþykktar breytingar á skipulagsskrá sjóðsins og jafnframt samþykkti stjórn á fundi sínum 9. desember nýjar úthlutunarreglur. Breytingarnar á skipulagsskrá og úthlutunarreglum eru hugsaðar til þess að einfalda starf sjóðsins og rekstur hans. Uppfærða skipulagsskrá, úthlutunarreglur og fundargerðir sjóðsins má nálgast hér á vefnum.

Jafnframt verða nú um áramót að verða breytingar í stjórn sjóðsins, en Brynjar Darri Sigurðsson Kjerúlf og Páll Baldursson koma inn í stjórnina í stað Signýjar Ormarsdóttur og Lárusar Heiðarsonar.

 

Hægt er að nálgast fundargerðina frá Ársfundinum hér

39. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps boðaður, Végarður 3.12. 2024, kl. 9:00

3

Dagskrá:

  • Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun-síðari umræða
  • Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
  • Mat á áhrifum byggðakjarna á fjárhag sveitarfélagsins
  • Gjaldskrár og samþykktir
  • Gatnagerðargjöld
  • Lokauppgjör þjónustuhúss við Hengifoss
  • Ráð og nefndir
  • Loftslagsstefna Fljótsdalshrepps
  • Rannsóknaráætlun jarðhita í Fljótsdal
  • Skólaskrifstofa Austurlands
  • Samningsdrög um hönnun gatna og veitna í Hamborg
  • Samfélagssjóður

Fundargerðir

  • Íbúafundar 21.11.2024
  • Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 954-958
  • Stjórn samtaka orkusveitarfélaga 7.11.2024
  • Almannavarna 5.11.2024
  • Aðalfundar Heilbrigðiseftirlists Austurlands 6.11.2024
  • Skólaskrifstofu Austurlands 27.11.2024
  • Skýrsla sveitarstjóra

 

Önnur mál:

 

Oddviti
Lárus Heiðarsson

Aðalfundur Samfélagssjóðs 9.12.24

Aðalfundur Samfélagssjóðs Fljótsdals verður haldinn í Végarði mánudaginn 9. desember nk. kl. 17:00

Farið verður yfir starfsemi sjóðsins, ársreikning 2023 og breytingar á skipulagsskrá sjóðsins frá því í ágúst kynntar.

Alþingiskosningar 30.11.24

Kosningar til Alþingis fara fram í Végarði laugardaginn30. nóvember 2024.
Kjörfundur hefstkl. 10:00og stendur tilkl. 18:00.

Kjörstjórn Fljótsdalshrepps