Einföld skilaboð um hringrásarhagkerfið

Um er að ræða fjögurra mínútna myndband þar sem hugtakið „hringrásarhagkerfi“ er kynnt á einföldu en kjarnyrtu máli.  Myndbandið er stutt og skemmtilegt, það er textað á ensku og unnið af og í samstarfi við listamennina Rán Flygenring, Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Sebastian Ziegler. Það er Austurbrú með stuðningi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem vann umrætt fræðslu- og kynningarverkefni. Tilgangur þess var að auka vitund um hringrásarhagkerfið þar sem reynt er að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi og að viðhalda verðmætum þeirra eins lengi og mögulegt er. 

Sjá Hringrásarhagkerfið.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok