Kynning á nýju deiliskipulagi fyrir frístundabyggð.

Fljótsdalshreppur samþykkti á fundi sínum þann 3.maí sl. að auglýsa tillögu að  deiliskipulagi, skv. 40 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010: Um er að ræða deili­skipu­lag fyrir frístundarbyggð sem er í land Víðivalla ytri I í Fljótsdalshreppi ofan þjóðvegi nr. 933 í kjarri vaxnir hjöllum og gengur gamalt berghlaup niður í hlíðina. Stærð svæðisins er um 19,4 ha og skipulagðar eru 11 frístundarlóðir. Í deili­skipu­lags­lýs­ing­um kem­ur lög­um sam­kvæmt fram hvaða áhersl­ur sveita­stjórn hef­ur við skipu­lags­gerð­ina, upp­lýs­ing­ar um for­send­ur og fyr­ir­liggj­andi stefnu og fyr­ir­hug­að skipu­lags­ferli s.s. um kynn­ingu og sam­ráð gagn­vart íbú­um og öðr­um hags­muna­að­il­um. Hægt er að nálgast skipulagstillöguna (hér) ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu (hér) sem og á skrifstofum sveitarfélagsins í Végarði, frá 19. maí til 21.júní 2022.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar og/eða á skrifstofum sveitarfélagsins að Végarði eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is til og með 21.júní 2022.

Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna, telst henni samþykkur. /Skipu­lags­full­trúi Fljótsdalshrepp

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok