Fljótsdalshreppur fékk trjáplöntu að gjöf frá Orkusölunni

Orkusalan kolefnisjafnar sínar eigin vinnslu þannig að kolefnisspor raforkunnar með tilliti til bindingar er ekkert. Í samstarfi við Eflu verkfræðistofu er haldið utan um losun stofnunarinnar með m.a. tilliti til daglegs reksturs, aksturs og flugferða starfsmanna og kolefnisjafnað með eigin skógrækt.

Orkusalan færir öllum sveitarfélögum á landinu tré til gróðursetningar og vill með því auka meðvitund forystumanna á mikilvægi virkrar þátttöku gegn loftslagsbreytingum samhliða því að veita jákvæða og skemmtilega upplifun. Sveitarfélagið þakkar vel fyrir þessa táknrænu gjöf en samkvæmt úttekt fyrir nokkrum árum var binding köfnunarefnis jákvæð innan sveitarfélagsins enda mikil skógrækt stunduð á svæðinu. Haldið verður áfram á þeirri braut.

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps plantaði reynitrénu á lóð Végarðs undir styrkri stjórn skógræktarfræðingsins, Lárusar Heiðarssonar, sem er jafnframt varaoddviti hreppsins.  

Fyrri mynd. F.v. Halla Auðunardóttir, Lárus Heiðarsson, Jóhann F. Þórhallsson oddviti, Anna Jóna Árnmarsdóttir, Helgi Gíslason sveitarstjóri og Kjartan Benediktsson.  

Seinni mynd. F.v. Halla, Anna Jóna, Lárus, Helgi og Kjartan.

Myndir: Gísli Örn Guðmundsson

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok