Óskað tilnefninga til Menningarverðlauna SSA 2022

Samband sveitarfélaga á Austurlandi óskar eftir tilnefningum til Menningarverðlauna SSA árið 2022.

 Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstaks menningarafreks sem er öðrum fyrirmynd. Verðlaunin eru í formi verðlaunafjár að upphæð 250.000 kr. og heiðursskjals sem afhent er á haustþingi SSA.

Tilnefningu skal fylgja stutt greinargerð um viðkomandi einstakling, stofnun eða félagasamtök þar sem tilnefningin er rökstudd. Tilnefningar án rökstuðnings eru ekki teknar gildar. Allir hafa rétt á að senda inn tilnefningar. Sjá nánar á heimasíðunni www.ssa.is

Skilafrestur tilnefninga er til 28. ágúst 2022 um netfangið asdis@austurbru.is

Sjá einnig á síðunni: https://austurbru.is/ssa/

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok