Samfélagsverkefni Landhelgisgæslunnar við hengifoss

Það var mikið um að vera í dalnum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar mætti í samfélagsverkefni. Ferja þurfti efnivið í göngubrú yfir hengifossárgilið. Tvo brúarbita og járngrindur sem munu mynda handrið á henni. Þær alls um 1600 kg og límtrésbitarnir heldur ekkert léttiefni, eða um 1100 kg hvor. Vinnan fumlaus enda eðal heimalið búið að undirbúa flutninginn vel og gæslan með allt á tæru, þó heldur hafi vindurinn verið að flýta sér. Fljótlega verður hægt að ganga hring um gilið en hafin er vinna við stígagerð að norðan verðu þ.e. að utan verðu og auðvitað verður gengið almennilega frá göngubrúnni. Þakkir til allra er komu að verkinu. Sjá myndir undir viðkomandi frétt á facebook: Fljótsdalur, Austurland.