Kynning á Uppbyggingasjóði Austurlands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Austurlands. Við hvetjum einstaklinga og fyrirtæki með hugmyndir á sviði atvinnu, nýsköpunar og menningar til að koma og skoða möguleikana. Verkefnahugmyndir af öllum stærðargráðum eiga erindi. 

Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarverkefna. Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2023.

Vinnustofur verða í boði í Vonarlandi hjá Austurbrú á Egilsstöðum 6. október kl. 13:00–15:00 og 15:30–17:00 þar sem hægt verður að fá ráðgjöf og aðstoð við gerð umsókna. 

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok