Um Fljótsdalinn

Fljótsdalshreppur er sveitarfélag á Austurlandi. Mörk sveitarfélagsins að norðanverðu eru við Hrafnsgerðisá en að austanverðu eru mörkin við Gilsá og suðurmörk að Vatnajökli.  Heildarstærð svæðisins er um 1516 km2. Í hreppnum búa um 100 manns (2021).

Fljótdalshreppur er dæmigert landbúnaðarsvæði með sterkri skógræktarhefð. Sauðfjárrækt er aðalbúgreinin ásamt skógrækt en ferðaþjónusta fer vaxandi. Fjölmörg opinber störf eru í sveitarfélaginu,  hjá Fljótsdalsstöð Landsvirkjunar, Snæfellsstofu Vatnajökulsþjóðgarðs, Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri og Fljótsdalshreppi. Nýsköpun í landbúnaði hefur leitt af sér fyrirtæki á borð við Sauðagull sem sérhæfir sig í úrvinnslu sauðamjólkur og Skógarafurðir sem sérhæf sig í úrvinnslu á timburafurðum sem skapað hafa ný störf í sveitinni. Öflug ferðaþjónustufyrirtæki eru á svæðinu; Hengifoss guesthouse, Klausturkaffi og Óbyggðasetrið. Auk þess eru nokkrir verktakar er tengjast bílaviðgerðum, vélavinnu og trésmíði.

Stór hluti hálendis Fljótsdalshrepps er innan Vatnajökulsþjóðgarðs, auk þess sem Eyjabakkasvæðið nýtur verndar á grundvelli Ramsarsamningsins. Ramsarsvæði eru votlendissvæði með alþjóðlegt gildi, einkum vegna búsvæði fugla. Náttúrufegurð svæðisins er einstök og veðurblíðan í dalnum vel þekkt. Ferðaþjónustan á Óbyggðasetrinu byggir á þessari einstöku nálægð við hálendið og menningu svæðisins. Víða liggja áhugaverðar göngu- og ferðaleiðir, s.s. að Hengifossi, Strútsfossi og lagt er upp frá Fljótsdals suður til Lónsöræfa en einnig uppá Snæfell hæsta fjall Íslands utan jökla. Vetrarferðaþjónusta er vaxandi.

Vegasamgöngur og tenging við nágrannabyggðalög er góð. Um 12 km eru frá Snæfellsstofu í Hallormsstaðaskóg og þaðan um 25 km til Egilsstaða. Fljótdalshreppur og Múlaþing skapa þannig eitt atvinnusvæði en á Egilsstöðum er jafnframt öll almenn grunnþjónusta, s.s. verslun, heilbrigðisstofnun, skólar og flugvöllur. Unnið er að uppbyggingu byggðakjarna í Fljótsdal.

 Innviðagreining Fljótsdalshrepps á íslensku

Infrastructure analysis of the municipality of Fljótsdalur

Sveitarfélagsnúmer (e. municipal number)

7505

Landsstærð (e. total area)

1.516 km2

Íbuafjöldi (e. total population 01.01.2021)

98 - Karlar (e. men): 67 / Konur (e. women): 31

Þéttleiki byggðar (e. population density)

0,05/km2 (0,1/sq mi)

Kolefnisbinding umfram losun

20%

Skrifstofuaðstaða fyrir störf án staðsetningar

Végarður 2-5 pláss / Snæfellsstofa 2-3 pláss yfir vetrarmánuðina

Sauðfjárbýli

12

Fjárfjöldi (2020)

4703

Vegakerfi

110 km

Vegslóðar

350 km

Flatarmál skóga

3387 ha (birkiskógar 629 ha, ræktaðir skógar 2758 ha)

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok